Samfylkingin mótmælir takmörkunum 5. ágúst 2004 00:01 Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsir eindreginni andstöðu við þær fjöldatakmarkanir sem eru nú teknar upp í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri og telur að þær vinni beint gegn þeim markmiðum að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Nú sé fólki vísað frá frekari menntun, þeim og þjóðinni til skaða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þingflokkurinn sendi frá sér fyrr í dag. Þingflokkurinn skorar á stjórnvöld að gera skólunum kleift að hverfa frá fjöldatakmörkununum með því að tryggja skólunum nægjanlegt fjármagn til að standa undir rekstri sínum. Íslensk stjórnvöld hafa svelt opinberu háskólana í þessa stöðu, að mati flokksins, og vegna fjársveltis eiga Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri tvo kosti til að standa undir rekstri sínum: Að fá heimild til innheimtu hárra skólagjalda á grunnnám eða taka upp fjöldatakmarkanir. Þeir hafa ekki látið neyða sig til að óska heimildar til hærri gjalda en farin er sú leið að fjölda nemenda er vísað frá námi við þessa skóla. Nú hefur Háskóli Íslands ákveðið að nota ekki heimildir sem hann hefur til að veita undanþágu á inngöngu í skólann öðrum en þeim sem hafa stúdentspróf af bóknámsbrautum. Það eru hreinar og klárar fjöldatakmarkanir þó þær heiti það ekki. Fjöldi nemenda með stúdentspróf af verknámsbrautum, eða með menntun og reynslu sem er fullkomlega sambærileg við stúdentspróf af bóknámsbrautum, hafa fengið inngöngu í skólann í mörg ár en fær núna ekki inni í skólann. Fólkinu er vísað frá frekari menntun, þeim og þjóðinni til skaða. Um er að ræða hundruði einstaklinga og er skaðinn augljós og mun reynast dýrkeyptur verði ekki horfið frá þessari stefnu segir í tilkynningu þingflokksins. Þar að auki sé nemendum hiklaust vísað frá fari þeir dag fram yfir settan frest til umsóknar eða greiðslu innritunargjalda. Hér er um að ræða grundvallarbreytingu á aðkomu íslensku þjóðarinnar að æðri menntun frá framkvæmd fyrri ára sem þingflokkur Samfylkingarinnar harðlega mótmælir, segir að endingu í tilkynningu þingflokksins . Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsir eindreginni andstöðu við þær fjöldatakmarkanir sem eru nú teknar upp í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri og telur að þær vinni beint gegn þeim markmiðum að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Nú sé fólki vísað frá frekari menntun, þeim og þjóðinni til skaða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þingflokkurinn sendi frá sér fyrr í dag. Þingflokkurinn skorar á stjórnvöld að gera skólunum kleift að hverfa frá fjöldatakmörkununum með því að tryggja skólunum nægjanlegt fjármagn til að standa undir rekstri sínum. Íslensk stjórnvöld hafa svelt opinberu háskólana í þessa stöðu, að mati flokksins, og vegna fjársveltis eiga Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri tvo kosti til að standa undir rekstri sínum: Að fá heimild til innheimtu hárra skólagjalda á grunnnám eða taka upp fjöldatakmarkanir. Þeir hafa ekki látið neyða sig til að óska heimildar til hærri gjalda en farin er sú leið að fjölda nemenda er vísað frá námi við þessa skóla. Nú hefur Háskóli Íslands ákveðið að nota ekki heimildir sem hann hefur til að veita undanþágu á inngöngu í skólann öðrum en þeim sem hafa stúdentspróf af bóknámsbrautum. Það eru hreinar og klárar fjöldatakmarkanir þó þær heiti það ekki. Fjöldi nemenda með stúdentspróf af verknámsbrautum, eða með menntun og reynslu sem er fullkomlega sambærileg við stúdentspróf af bóknámsbrautum, hafa fengið inngöngu í skólann í mörg ár en fær núna ekki inni í skólann. Fólkinu er vísað frá frekari menntun, þeim og þjóðinni til skaða. Um er að ræða hundruði einstaklinga og er skaðinn augljós og mun reynast dýrkeyptur verði ekki horfið frá þessari stefnu segir í tilkynningu þingflokksins. Þar að auki sé nemendum hiklaust vísað frá fari þeir dag fram yfir settan frest til umsóknar eða greiðslu innritunargjalda. Hér er um að ræða grundvallarbreytingu á aðkomu íslensku þjóðarinnar að æðri menntun frá framkvæmd fyrri ára sem þingflokkur Samfylkingarinnar harðlega mótmælir, segir að endingu í tilkynningu þingflokksins .
Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira