Samfylkingin mótmælir takmörkunum 5. ágúst 2004 00:01 Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsir eindreginni andstöðu við þær fjöldatakmarkanir sem eru nú teknar upp í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri og telur að þær vinni beint gegn þeim markmiðum að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Nú sé fólki vísað frá frekari menntun, þeim og þjóðinni til skaða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þingflokkurinn sendi frá sér fyrr í dag. Þingflokkurinn skorar á stjórnvöld að gera skólunum kleift að hverfa frá fjöldatakmörkununum með því að tryggja skólunum nægjanlegt fjármagn til að standa undir rekstri sínum. Íslensk stjórnvöld hafa svelt opinberu háskólana í þessa stöðu, að mati flokksins, og vegna fjársveltis eiga Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri tvo kosti til að standa undir rekstri sínum: Að fá heimild til innheimtu hárra skólagjalda á grunnnám eða taka upp fjöldatakmarkanir. Þeir hafa ekki látið neyða sig til að óska heimildar til hærri gjalda en farin er sú leið að fjölda nemenda er vísað frá námi við þessa skóla. Nú hefur Háskóli Íslands ákveðið að nota ekki heimildir sem hann hefur til að veita undanþágu á inngöngu í skólann öðrum en þeim sem hafa stúdentspróf af bóknámsbrautum. Það eru hreinar og klárar fjöldatakmarkanir þó þær heiti það ekki. Fjöldi nemenda með stúdentspróf af verknámsbrautum, eða með menntun og reynslu sem er fullkomlega sambærileg við stúdentspróf af bóknámsbrautum, hafa fengið inngöngu í skólann í mörg ár en fær núna ekki inni í skólann. Fólkinu er vísað frá frekari menntun, þeim og þjóðinni til skaða. Um er að ræða hundruði einstaklinga og er skaðinn augljós og mun reynast dýrkeyptur verði ekki horfið frá þessari stefnu segir í tilkynningu þingflokksins. Þar að auki sé nemendum hiklaust vísað frá fari þeir dag fram yfir settan frest til umsóknar eða greiðslu innritunargjalda. Hér er um að ræða grundvallarbreytingu á aðkomu íslensku þjóðarinnar að æðri menntun frá framkvæmd fyrri ára sem þingflokkur Samfylkingarinnar harðlega mótmælir, segir að endingu í tilkynningu þingflokksins . Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsir eindreginni andstöðu við þær fjöldatakmarkanir sem eru nú teknar upp í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri og telur að þær vinni beint gegn þeim markmiðum að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Nú sé fólki vísað frá frekari menntun, þeim og þjóðinni til skaða. Þetta kemur fram í tilkynningu sem þingflokkurinn sendi frá sér fyrr í dag. Þingflokkurinn skorar á stjórnvöld að gera skólunum kleift að hverfa frá fjöldatakmörkununum með því að tryggja skólunum nægjanlegt fjármagn til að standa undir rekstri sínum. Íslensk stjórnvöld hafa svelt opinberu háskólana í þessa stöðu, að mati flokksins, og vegna fjársveltis eiga Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri tvo kosti til að standa undir rekstri sínum: Að fá heimild til innheimtu hárra skólagjalda á grunnnám eða taka upp fjöldatakmarkanir. Þeir hafa ekki látið neyða sig til að óska heimildar til hærri gjalda en farin er sú leið að fjölda nemenda er vísað frá námi við þessa skóla. Nú hefur Háskóli Íslands ákveðið að nota ekki heimildir sem hann hefur til að veita undanþágu á inngöngu í skólann öðrum en þeim sem hafa stúdentspróf af bóknámsbrautum. Það eru hreinar og klárar fjöldatakmarkanir þó þær heiti það ekki. Fjöldi nemenda með stúdentspróf af verknámsbrautum, eða með menntun og reynslu sem er fullkomlega sambærileg við stúdentspróf af bóknámsbrautum, hafa fengið inngöngu í skólann í mörg ár en fær núna ekki inni í skólann. Fólkinu er vísað frá frekari menntun, þeim og þjóðinni til skaða. Um er að ræða hundruði einstaklinga og er skaðinn augljós og mun reynast dýrkeyptur verði ekki horfið frá þessari stefnu segir í tilkynningu þingflokksins. Þar að auki sé nemendum hiklaust vísað frá fari þeir dag fram yfir settan frest til umsóknar eða greiðslu innritunargjalda. Hér er um að ræða grundvallarbreytingu á aðkomu íslensku þjóðarinnar að æðri menntun frá framkvæmd fyrri ára sem þingflokkur Samfylkingarinnar harðlega mótmælir, segir að endingu í tilkynningu þingflokksins .
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira