Bjargvættur sýnd á Íslandi 23. júlí 2004 00:01 "Ég kem alltaf til landsins á sumrin til að fara í laxveiði í Borgarfirði eins og sannur Íslendingur," segir kvikmyndagerðarkonan Erla B. Skúladóttir sem er búsett í Bandaríkjunum og hefur þar í landi sópað að sér verðlaunum fyrir stuttmynd sína Bjargvættur. Erla er nú stödd á Íslandi og meðal annars til að halda sýningu á Bjargvættinum hérlendis. "Ég vil svo gjarna að Íslendingar fái að njóta myndarinnar," segir Erla en leikararnir Guðrún Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld og Ívar Örn Sverrisson eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í stuttmyndinni. "Myndin er á íslensku og tekin upp hér á landi," en kvikmyndatökumaðurinn, Brian Hubbard, hefur hlotið verðlaun fyrir kvikmyndatökuna í myndinni. "Myndin er íslensk í húð og hár og Brian Hubbard er meira að segja orðinn svo ástfanginn af landinu í kjölfarið að hann langar helst til að flytja hingað." Bjargvættur verður sýnd í Háskólabíói á morgun klukkan 17.15. "Ástæðan fyrir því að ég held sýninguna nú er að það virðist alls staðar vera svo mikið peningaleysi að það lítur ekki út fyrir að ég komi myndinni til sýningar í sjónvarp hér heima. Til að vera samkeppnishæf á Edduverðlaununum í nóvember verður myndin að hafa verið sýnd opinberlega að minnsta kosti einu sinni og ég ákvað því að halda boðsýningu í Háskólabíói þar sem allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir," segir Erla en Bjargvættur er 28 mínútur að lengd. Stuttmyndin fjallar um fjórtán ára stelpu sem er send í sumarbúðir eftir að foreldrar hennar komast að því að hún er byrjuð að drekka. "Freydís Kristófersdóttir leikur aðalhlutverkið og hún og Kristjana Júlía Þorsteinsdóttir sem leikur vinkonu hennar í sumarbúðunum ætla báðar að mæta á sýninguna á morgun." En þess má geta að Bjargvættur var valin besta stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni í Nashville og verðlaunin veita myndinni rétt til að vera í úrtaki fyrir Óskarsverðlaunin. Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
"Ég kem alltaf til landsins á sumrin til að fara í laxveiði í Borgarfirði eins og sannur Íslendingur," segir kvikmyndagerðarkonan Erla B. Skúladóttir sem er búsett í Bandaríkjunum og hefur þar í landi sópað að sér verðlaunum fyrir stuttmynd sína Bjargvættur. Erla er nú stödd á Íslandi og meðal annars til að halda sýningu á Bjargvættinum hérlendis. "Ég vil svo gjarna að Íslendingar fái að njóta myndarinnar," segir Erla en leikararnir Guðrún Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld og Ívar Örn Sverrisson eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í stuttmyndinni. "Myndin er á íslensku og tekin upp hér á landi," en kvikmyndatökumaðurinn, Brian Hubbard, hefur hlotið verðlaun fyrir kvikmyndatökuna í myndinni. "Myndin er íslensk í húð og hár og Brian Hubbard er meira að segja orðinn svo ástfanginn af landinu í kjölfarið að hann langar helst til að flytja hingað." Bjargvættur verður sýnd í Háskólabíói á morgun klukkan 17.15. "Ástæðan fyrir því að ég held sýninguna nú er að það virðist alls staðar vera svo mikið peningaleysi að það lítur ekki út fyrir að ég komi myndinni til sýningar í sjónvarp hér heima. Til að vera samkeppnishæf á Edduverðlaununum í nóvember verður myndin að hafa verið sýnd opinberlega að minnsta kosti einu sinni og ég ákvað því að halda boðsýningu í Háskólabíói þar sem allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir," segir Erla en Bjargvættur er 28 mínútur að lengd. Stuttmyndin fjallar um fjórtán ára stelpu sem er send í sumarbúðir eftir að foreldrar hennar komast að því að hún er byrjuð að drekka. "Freydís Kristófersdóttir leikur aðalhlutverkið og hún og Kristjana Júlía Þorsteinsdóttir sem leikur vinkonu hennar í sumarbúðunum ætla báðar að mæta á sýninguna á morgun." En þess má geta að Bjargvættur var valin besta stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni í Nashville og verðlaunin veita myndinni rétt til að vera í úrtaki fyrir Óskarsverðlaunin.
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira