Sport

Mundu Meistaradeildina!

Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, svarar Sir Alex Ferguson fullum hálsi en nýverið sagði Ferguson að ekki væri hægt að kaupa titla. "Þetta er alveg hárrétt hjá Ferguson. Þú kaupir leikmenn fyrir peninga en ekki liðsheild. Við þurfum ekki nema að fara nokkra mánuði aftur í tímann til að sjá að peningar eru ekki allt." Þarna er Mourinho að vísa til þess þegar Portó, með Mourinho við stjórnvölinn, sló út Manchester United í Meistaradeildinni í vetur og fór síðan alla leið í keppninni. "Portó hefur yfir að ráða um það bil 10% af fjárráðum Manchester United en samt lögðum við þá að velli." Hann bætti þessu við: "Þetta er frekar erfitt, fólk virðist halda að á meðan við séum að eyða fjármunum í leikmenn séu hin liðin ekki að gera það, en það er alrangt," sagði Mourinho, sem eflaust er farinn að finna fyrir aukinni pressu því Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea sagði nýverið að hann vildi sjá félagið verða "það stærsta í öllum heiminum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×