Sport

Norwich fá mikinn liðsstyrk

Nýliðar Norwich City í ensku úrvalsdeildinni, hafa krækt í danska landsliðsmanninn Thomas Helveg, sem gert hefur tveggja ára samning við félagið. Hinn 33 ára gamli Helveg, sem lék mjög vel með danska landsliðinu á EM í Portúgal, verður án efa mikill styrkur fyrir Norwich. Hann var samningslaus eftir að hafa yfirgefið herbúðir Inter Mílan í vor en Helveg hefur undanfarin tíu ár leikið á Ítalíu. "Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað. Eftir að hafa spilað undanfarinn áratug á Ítalíu er ánægjulegt að fá tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Ég tel mig hafa valið rétt lið því hér er mjög gott andrúmsloft og mér líður eins og heima hjá mér." sagði Thomas Helveg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×