Sport

Lampard ánægður með Mourinho

Frank Lampard, miðvallarleikmaður Chelsea og enska landsliðsins, hefur trú á því að hinn nýráðni framkvæmdastjóri félagsins, Jose Mourinho, geti haft svipuð áhrif á það og þeir Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa haft á sín félög, Manchester United og Arsenal. "Ég hef aldrei unnið undir stjórn Fergusons eða Wengers en það er alveg greinilegt að þeir hafa einstakan stíl og tilfinningu fyrir leiknum sem ég held að Mourinho hafi einnig," sagði Lampard og bætti þessu við: "Ég hef aðeins átt einn stuttan fund með Mourinho en skynjaði strax að hann er afar skipulagður. Honum er virkilega annt um leikmenn sína og telur okkur hluta af fjölskyldunni. Það fylgir honum ákveðinn ferskleiki og það sést einna best á æfingunum og í raun á félaginu í heild sinni þótt hann sé ekki búinn að vera hér lengi. Hann veit greinilega hvað þarf að gera til að koma félaginu í allra fremstu röð og mér líst mjög vel á framhaldið," sagði Frank Lampard.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×