Sport

Heinze líka á ÓL

Ólympíuleikarnir í Aþenu ætla að reynast Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóra enska bikarmeistaranna, Manchester United, erfiður ljár í þúfu. Nýlega var greint frá því að Cristiano Ronaldo myndi missa af fjórum fyrstu leikjum næsta keppnistímabils auk eins leiks í undankeppni meistaradeildarinnar, en hann var valinn í ólympíuhóp Portúgala. Í gær var svo greint frá því að hinn argentínski Gabriel Heinze, hafi einnig verið valinn til að spila á leikunum og missir því einnig af þessum leikjum. Þessi tíðindi eru án efa talsvert áfall fyrir Manchester United enda hér á ferð tveir af framtíðarlykilleikmönnum liðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×