Sport

Ronaldo ekki með Man. Utd.

Christíano Ronaldo missir af fjórum fyrstu leikjum Manchester Utd. í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann hefur verið kallaður í landsliðshóp Portúgala sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Aþenu í næsta mánuði. Luis Boa Morte, sem leikur með Fullham, og Tiago Mendes, sem gekk í raðir Chelsea í vikunni, hafa einnig verið kallaðir til. Gabríel Heinze, varnarmaðurinn sterki frá Argentínu sem leika mun með Manchester Utd., verður jafnframt fjarri góðu gamni því hann hefur verið valinn í Ólympíulið Argentínumanna. Ronaldo sést hér með landa sínum Figo á góðri stundu í Evrópukeppninni í knattspyrnu í síðasta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×