Sport

Tiago til Chelsea

Portúgalski miðvallarleikmaðurinn Tiago er genginn í raðir Chelsea en liðið keypti hann á 10 milljónir punda frá Benfica. Hinn 23 ára gamli landsliðsmaður gerði þriggja ára samning við Chelsea og hefur þegar gengið frá launamálum sínum og þá komst hann í gegnum læknisskoðun og er því ekkert að vanbúnaði. Tiago var samningsbundinn Benfica til ársins 2007 en vildi fara vegna deilna við nýráðinn framkvæmdastjóra félagsins, Jose Veiga. Tiago var að vonum glaður í bragði þegar mál hans var í höfn: "Ég er afskaplega ánægður með að vera kominn til Chelsea. Ég geri mér þó fulla grein fyrir því að samkeppnin um stöðu í byrjunarliðinu verður mjög hörð. Það eru fullt af frábærum leikmönnum hjá félaginu en ég mun leggja mig allan fram og svo mun Jose Mourinho taka ákvörðun," sagði Tiago. Þar með er lokið leit Jose Mourinho að miðvallarleikmanni en hann var lengi á höttunum eftir Steven Gerrard en það gekk ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×