Sutta spilið ræður úrslitum 21. júlí 2004 00:01 Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag og verða fyrstu keppendur ræstir út kl. 8. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hafa titil að verja en þau fóru með sigur af hólmi í Vestmannaeyjum í fyrra. Fréttablaðið ræddi við Ragnhildi í gær og það var ekki annað að heyra á henni en að hún væri klár í að verja titilinn frá því í fyrra. "Ég hlakka mikið til að keppa á þessu móti. Ég var uppi á Akranesi um helgina og skoðaði völlinn og hann lítur mjög vel. Ég er reyndar á leiðinni upp eftir núna að skoða völlinn enn frekar en völlurinn er glæsilegur og þetta mót verður án nokkurs vafa mjög spennandi," sagði Ragnhildur. Hún lenti í smávandræðum á meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur um síðustu helgi en sagðist halda að það væri eingöngu þreytu um að kenna. "Ég hef spilað mikið og æft stíft og ég held að þetta hafi verið þreyta. Mér gekk vel fyrstu tvo hringina, setti meðal annars vallarmet fyrsta daginn og fannst ég vera ósigrandi. Síðan fór að halla undan fæti og spilið gekk engan veginn upp. Ég hef hvílt mig vel síðustu daga og það var kannski ágætt að fá þessa áminningu, að taka engu sem gefnum hlut, núna svona skömmu fyrir þetta mót." Ragnhildur, sem hefur unnið tvö af þremur mótum á Toyota-mótaröðinni á þessu ári, segist búast við hörkukeppni í kvennaflokknum og segir það engan veginn sjálfgefið að hún verji titilinn. "Breiddin er alltaf að aukast í kvennagolfinu. Nú erum við þrjár, ég, Ólöf María Jónsdóttir og Þórdís Geirsdóttir, með 0 í forgjöf og aðrar stelpur eru sífellt að lækka sig. Sú, sem ætlar að vinna þetta mót, þarf að spila afskaplega vel alla fjóra dagana og mér sýnist að þær sem muni veita mér mestu keppni séu Ólöf María og Þórdís auk Herborgar Arnardóttur sem hefur lítið spilað á þessu ári og kemur væntanlega mjög hungruð til leiks. Einnig eiga ungu stelpurnar, Anna Lísa Jóhannsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir, eftir að vera í toppbaráttunni, sagði Ragnhildur. Ragnhildur sagðist ekki búast við neinu óvæntu í karlaflokki þar sem Birgir Leifur Hafþórsson á titil að verja. "Ég held að stóru nöfnin, Birgir Leifur, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson berjist um titilinn en einnig gætu þeir Magnús Lárusson og Heiðar Davíð Bragason blandað sér í baráttuna." Flatirnar á Garðavelli á Akranesi eru mjög hraðar og mikið af brotum í þeim og Ragnhildur sagðist búast við því að spilamennskan á þeim réði úrslitum. "Ef veðrið verður gott þá mun stutta spilið ráða úrslitum. Stutta spilið er auðvitað alltaf mikilvægt en sjaldan eins mikilvægt og á þessum velli þar sem flatirnar eru mjög hraðar og mikið af brotum," sagði Ragnhildur. Íþróttir Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag og verða fyrstu keppendur ræstir út kl. 8. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hafa titil að verja en þau fóru með sigur af hólmi í Vestmannaeyjum í fyrra. Fréttablaðið ræddi við Ragnhildi í gær og það var ekki annað að heyra á henni en að hún væri klár í að verja titilinn frá því í fyrra. "Ég hlakka mikið til að keppa á þessu móti. Ég var uppi á Akranesi um helgina og skoðaði völlinn og hann lítur mjög vel. Ég er reyndar á leiðinni upp eftir núna að skoða völlinn enn frekar en völlurinn er glæsilegur og þetta mót verður án nokkurs vafa mjög spennandi," sagði Ragnhildur. Hún lenti í smávandræðum á meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur um síðustu helgi en sagðist halda að það væri eingöngu þreytu um að kenna. "Ég hef spilað mikið og æft stíft og ég held að þetta hafi verið þreyta. Mér gekk vel fyrstu tvo hringina, setti meðal annars vallarmet fyrsta daginn og fannst ég vera ósigrandi. Síðan fór að halla undan fæti og spilið gekk engan veginn upp. Ég hef hvílt mig vel síðustu daga og það var kannski ágætt að fá þessa áminningu, að taka engu sem gefnum hlut, núna svona skömmu fyrir þetta mót." Ragnhildur, sem hefur unnið tvö af þremur mótum á Toyota-mótaröðinni á þessu ári, segist búast við hörkukeppni í kvennaflokknum og segir það engan veginn sjálfgefið að hún verji titilinn. "Breiddin er alltaf að aukast í kvennagolfinu. Nú erum við þrjár, ég, Ólöf María Jónsdóttir og Þórdís Geirsdóttir, með 0 í forgjöf og aðrar stelpur eru sífellt að lækka sig. Sú, sem ætlar að vinna þetta mót, þarf að spila afskaplega vel alla fjóra dagana og mér sýnist að þær sem muni veita mér mestu keppni séu Ólöf María og Þórdís auk Herborgar Arnardóttur sem hefur lítið spilað á þessu ári og kemur væntanlega mjög hungruð til leiks. Einnig eiga ungu stelpurnar, Anna Lísa Jóhannsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir, eftir að vera í toppbaráttunni, sagði Ragnhildur. Ragnhildur sagðist ekki búast við neinu óvæntu í karlaflokki þar sem Birgir Leifur Hafþórsson á titil að verja. "Ég held að stóru nöfnin, Birgir Leifur, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson berjist um titilinn en einnig gætu þeir Magnús Lárusson og Heiðar Davíð Bragason blandað sér í baráttuna." Flatirnar á Garðavelli á Akranesi eru mjög hraðar og mikið af brotum í þeim og Ragnhildur sagðist búast við því að spilamennskan á þeim réði úrslitum. "Ef veðrið verður gott þá mun stutta spilið ráða úrslitum. Stutta spilið er auðvitað alltaf mikilvægt en sjaldan eins mikilvægt og á þessum velli þar sem flatirnar eru mjög hraðar og mikið af brotum," sagði Ragnhildur.
Íþróttir Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira