Sutta spilið ræður úrslitum 21. júlí 2004 00:01 Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag og verða fyrstu keppendur ræstir út kl. 8. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hafa titil að verja en þau fóru með sigur af hólmi í Vestmannaeyjum í fyrra. Fréttablaðið ræddi við Ragnhildi í gær og það var ekki annað að heyra á henni en að hún væri klár í að verja titilinn frá því í fyrra. "Ég hlakka mikið til að keppa á þessu móti. Ég var uppi á Akranesi um helgina og skoðaði völlinn og hann lítur mjög vel. Ég er reyndar á leiðinni upp eftir núna að skoða völlinn enn frekar en völlurinn er glæsilegur og þetta mót verður án nokkurs vafa mjög spennandi," sagði Ragnhildur. Hún lenti í smávandræðum á meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur um síðustu helgi en sagðist halda að það væri eingöngu þreytu um að kenna. "Ég hef spilað mikið og æft stíft og ég held að þetta hafi verið þreyta. Mér gekk vel fyrstu tvo hringina, setti meðal annars vallarmet fyrsta daginn og fannst ég vera ósigrandi. Síðan fór að halla undan fæti og spilið gekk engan veginn upp. Ég hef hvílt mig vel síðustu daga og það var kannski ágætt að fá þessa áminningu, að taka engu sem gefnum hlut, núna svona skömmu fyrir þetta mót." Ragnhildur, sem hefur unnið tvö af þremur mótum á Toyota-mótaröðinni á þessu ári, segist búast við hörkukeppni í kvennaflokknum og segir það engan veginn sjálfgefið að hún verji titilinn. "Breiddin er alltaf að aukast í kvennagolfinu. Nú erum við þrjár, ég, Ólöf María Jónsdóttir og Þórdís Geirsdóttir, með 0 í forgjöf og aðrar stelpur eru sífellt að lækka sig. Sú, sem ætlar að vinna þetta mót, þarf að spila afskaplega vel alla fjóra dagana og mér sýnist að þær sem muni veita mér mestu keppni séu Ólöf María og Þórdís auk Herborgar Arnardóttur sem hefur lítið spilað á þessu ári og kemur væntanlega mjög hungruð til leiks. Einnig eiga ungu stelpurnar, Anna Lísa Jóhannsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir, eftir að vera í toppbaráttunni, sagði Ragnhildur. Ragnhildur sagðist ekki búast við neinu óvæntu í karlaflokki þar sem Birgir Leifur Hafþórsson á titil að verja. "Ég held að stóru nöfnin, Birgir Leifur, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson berjist um titilinn en einnig gætu þeir Magnús Lárusson og Heiðar Davíð Bragason blandað sér í baráttuna." Flatirnar á Garðavelli á Akranesi eru mjög hraðar og mikið af brotum í þeim og Ragnhildur sagðist búast við því að spilamennskan á þeim réði úrslitum. "Ef veðrið verður gott þá mun stutta spilið ráða úrslitum. Stutta spilið er auðvitað alltaf mikilvægt en sjaldan eins mikilvægt og á þessum velli þar sem flatirnar eru mjög hraðar og mikið af brotum," sagði Ragnhildur. Íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik hefst á Garðavelli á Akranesi í dag og verða fyrstu keppendur ræstir út kl. 8. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hafa titil að verja en þau fóru með sigur af hólmi í Vestmannaeyjum í fyrra. Fréttablaðið ræddi við Ragnhildi í gær og það var ekki annað að heyra á henni en að hún væri klár í að verja titilinn frá því í fyrra. "Ég hlakka mikið til að keppa á þessu móti. Ég var uppi á Akranesi um helgina og skoðaði völlinn og hann lítur mjög vel. Ég er reyndar á leiðinni upp eftir núna að skoða völlinn enn frekar en völlurinn er glæsilegur og þetta mót verður án nokkurs vafa mjög spennandi," sagði Ragnhildur. Hún lenti í smávandræðum á meistaramóti Golfklúbbs Reykjavíkur um síðustu helgi en sagðist halda að það væri eingöngu þreytu um að kenna. "Ég hef spilað mikið og æft stíft og ég held að þetta hafi verið þreyta. Mér gekk vel fyrstu tvo hringina, setti meðal annars vallarmet fyrsta daginn og fannst ég vera ósigrandi. Síðan fór að halla undan fæti og spilið gekk engan veginn upp. Ég hef hvílt mig vel síðustu daga og það var kannski ágætt að fá þessa áminningu, að taka engu sem gefnum hlut, núna svona skömmu fyrir þetta mót." Ragnhildur, sem hefur unnið tvö af þremur mótum á Toyota-mótaröðinni á þessu ári, segist búast við hörkukeppni í kvennaflokknum og segir það engan veginn sjálfgefið að hún verji titilinn. "Breiddin er alltaf að aukast í kvennagolfinu. Nú erum við þrjár, ég, Ólöf María Jónsdóttir og Þórdís Geirsdóttir, með 0 í forgjöf og aðrar stelpur eru sífellt að lækka sig. Sú, sem ætlar að vinna þetta mót, þarf að spila afskaplega vel alla fjóra dagana og mér sýnist að þær sem muni veita mér mestu keppni séu Ólöf María og Þórdís auk Herborgar Arnardóttur sem hefur lítið spilað á þessu ári og kemur væntanlega mjög hungruð til leiks. Einnig eiga ungu stelpurnar, Anna Lísa Jóhannsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir, eftir að vera í toppbaráttunni, sagði Ragnhildur. Ragnhildur sagðist ekki búast við neinu óvæntu í karlaflokki þar sem Birgir Leifur Hafþórsson á titil að verja. "Ég held að stóru nöfnin, Birgir Leifur, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson berjist um titilinn en einnig gætu þeir Magnús Lárusson og Heiðar Davíð Bragason blandað sér í baráttuna." Flatirnar á Garðavelli á Akranesi eru mjög hraðar og mikið af brotum í þeim og Ragnhildur sagðist búast við því að spilamennskan á þeim réði úrslitum. "Ef veðrið verður gott þá mun stutta spilið ráða úrslitum. Stutta spilið er auðvitað alltaf mikilvægt en sjaldan eins mikilvægt og á þessum velli þar sem flatirnar eru mjög hraðar og mikið af brotum," sagði Ragnhildur.
Íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira