Erlent

Árásum linnir ekki

Árásum í Írak linnir ekki og nokkur fjöldi fólks fórst í árásum í morgun. Bílsprengja varð tíu að bana skammt norðvestur af Bagdad í morgun. Fjörutíu særðust í árásinni. Tvö börn voru meðal fallinna, auk fjölda lögreglumanna, en sprengjan sprakk utan við höfuðstöðvar lögreglunnar. Írakskir lögreglumenn eru vinsælt skotmark hryðjuverkamanna. Töluverðar skemmdir urðu einnig á byggingum í kring. Móðir og þrjú börn hennar fórust í borginni Kirkúk þegar flugskeyti lendi á heimili þeirra. Ekki er vitað hvaðan hún kom eða hvert skotmarkið var.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×