Árekstur á tónleikasumrinu mikla 14. júlí 2004 00:01 Miðað við stöðugt streymi erlendra listamanna hingað til lands, hlaut það að gerast að tveir stórir tónleikar myndu lenda á sama degi. Nú, þegar Pink hefur tilkynnt um aukatónleika í Laugardalshöll, er ljóst að hún og 50 Cent verða með tónleika á sama degi, 11. ágúst, í Egilshöll. "Þeir vissu vel af þessum seinni Pink-tónleikum þegar þeir ákváðu að vera með 50 Cent," segir Gústaf PS hjá L Promotions sem flytur inn Pink. Þetta fullyrðir hann þrátt fyrir að það hafi ekki verið opinberlega tilkynnt um seinni tónleikana fyrr en fyrir rúmri viku síðan. Uppselt er á fyrri tónleika Pink og Gústaf segist ekki finna fyrir því að tónleikar rappstjörnunnar trufli sölu á seinni tónleikana. Nú þegar er búið að selja um 2000 miða á þá. "Þetta hefur ekki hrjáð okkur ennþá. Salan gengur mjög vel og við höfum engar áhyggjur af því að það verði ekki uppselt á seinni tónleikana líka." Umsjónarmenn tónleika 50 Cent og G-Unit segjast hreinlega ekki hafa reiknað með því að það kæmi til aukatónleika á Pink. Búið er að selja 4000 miða í Egilshöll og því augljóslega nóg eftir af miðum. Valdi Hansen, annar tónleikahaldaranna, virtist þó ekkert sérlega áhyggjufullur. "Þetta er ekki mikið áhyggjuefni, en það hefði verið fínt að komast hjá þessu," viðurkennir hann. Það er því augljóst að barist verður um athygli unglinganna þennan dag enda hefur það aldrei komið fyrir áður í Íslandssögunni að jafn stórar stjörnur keppi sín á milli á íslenskri grundu. Starfsmaður Skífunnar, sem selur miða á báða tónleika, spáir því að það verði hálf tómt á báðum stöðum miðað við þann áhuga sem starfsfólk hefur fundið fyrir. Miðaverð á tónleika 50 Cent og G-Unit er 5.500 kr. í aftari stæði en 6.500 kr. nær sviðinu. Miðaverð á Pink er 5.000 kr. í stæði en 5.900 kr. í stúku. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira
Miðað við stöðugt streymi erlendra listamanna hingað til lands, hlaut það að gerast að tveir stórir tónleikar myndu lenda á sama degi. Nú, þegar Pink hefur tilkynnt um aukatónleika í Laugardalshöll, er ljóst að hún og 50 Cent verða með tónleika á sama degi, 11. ágúst, í Egilshöll. "Þeir vissu vel af þessum seinni Pink-tónleikum þegar þeir ákváðu að vera með 50 Cent," segir Gústaf PS hjá L Promotions sem flytur inn Pink. Þetta fullyrðir hann þrátt fyrir að það hafi ekki verið opinberlega tilkynnt um seinni tónleikana fyrr en fyrir rúmri viku síðan. Uppselt er á fyrri tónleika Pink og Gústaf segist ekki finna fyrir því að tónleikar rappstjörnunnar trufli sölu á seinni tónleikana. Nú þegar er búið að selja um 2000 miða á þá. "Þetta hefur ekki hrjáð okkur ennþá. Salan gengur mjög vel og við höfum engar áhyggjur af því að það verði ekki uppselt á seinni tónleikana líka." Umsjónarmenn tónleika 50 Cent og G-Unit segjast hreinlega ekki hafa reiknað með því að það kæmi til aukatónleika á Pink. Búið er að selja 4000 miða í Egilshöll og því augljóslega nóg eftir af miðum. Valdi Hansen, annar tónleikahaldaranna, virtist þó ekkert sérlega áhyggjufullur. "Þetta er ekki mikið áhyggjuefni, en það hefði verið fínt að komast hjá þessu," viðurkennir hann. Það er því augljóst að barist verður um athygli unglinganna þennan dag enda hefur það aldrei komið fyrir áður í Íslandssögunni að jafn stórar stjörnur keppi sín á milli á íslenskri grundu. Starfsmaður Skífunnar, sem selur miða á báða tónleika, spáir því að það verði hálf tómt á báðum stöðum miðað við þann áhuga sem starfsfólk hefur fundið fyrir. Miðaverð á tónleika 50 Cent og G-Unit er 5.500 kr. í aftari stæði en 6.500 kr. nær sviðinu. Miðaverð á Pink er 5.000 kr. í stæði en 5.900 kr. í stúku.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira