Vantar tæki, tól og peninga 13. október 2005 14:24 Tækjakostnaður kemur í veg fyrir að margar stofnanir hér á landi geti með góðu móti sinnt rannsóknarskyldum er á þær eru lagðar og verða að gera sér að góðu að senda gögn og sýni ýmiss konar utan til frekari rannsókna en slíkt getur verið afar tímafrekt. Þetta gerist þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé næg þekking fyrir hendi hérlendis og ljóst sé að samanlagður kostnaður allra stofnananna vegna þessa er nokkuð hár. Engin rannsóknarstofa hérlendis hefur tök á að rannsaka svokölluð DNA-lífssýni sem eru í vaxandi mæli það sönnunargagn í sakamálum sem lögregla bindur vonir við við sakfellingu. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn segir vissulega bagalegt að ekki sé hægt að rannsaka slíkt til hlítar hérlendis en bendir á að rannsóknardeild lögreglunnar sé að öðru leyti afar vel í stakk búin hvað tækjakost varðar. "Það er ekki um mörg tilfelli á ári hverju hingað til þar sem senda þarf lífssýni í rannsókn erlendis en auðvitað er talsverður kostnaður því samfara." Stutt er síðan sóttvarnarlæknir þurfti að senda vatnssýni utan vegna veirusýkingar sem upp kom í Húsafelli í Borgarfirði og dýralæknar senda reglulega sýni til Noregs til skoðunar. Nýr búnaður til rannsókna á kúa- eða kindariðu er ekki til hérlendis en sömu próf eru notuð við báðar sýkingar þó kindariða sé ekki hættuleg fólki. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir við tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, segir biðtímann hvað verstan í slíkum tilvikum. "Kostnaður er talsverður og við getum ekki ætlast til þess að þeir rannsóknaraðilar sem við leitum til gefi okkur forgang. Því getur liðið talsverður tími frá því að gögn eru send út og niðurstöður liggja fyrir." Fjórði aðilinn sem reglulega sendir gögn til úrvinnslu út fyrir landsteinana er Rannsóknarnefnd flugslysa. Þurfi að rannsaka flugrita flugvéla eftir slys eru þeir sendir til Bretlands með töluverðum kostnaði fyrir lítið embætti. Forstöðumaður hennar, Þormóður Þormóðsson, segir þau tæki sem til þarf of dýr til að það svari kostnaði. "Þess utan fleygir tækninni fram og sé fjárfest í þeim búnaði sem til þarf er eins líklegt að hann verði úreldur innan fárra ára." Fréttir Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Tækjakostnaður kemur í veg fyrir að margar stofnanir hér á landi geti með góðu móti sinnt rannsóknarskyldum er á þær eru lagðar og verða að gera sér að góðu að senda gögn og sýni ýmiss konar utan til frekari rannsókna en slíkt getur verið afar tímafrekt. Þetta gerist þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé næg þekking fyrir hendi hérlendis og ljóst sé að samanlagður kostnaður allra stofnananna vegna þessa er nokkuð hár. Engin rannsóknarstofa hérlendis hefur tök á að rannsaka svokölluð DNA-lífssýni sem eru í vaxandi mæli það sönnunargagn í sakamálum sem lögregla bindur vonir við við sakfellingu. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn segir vissulega bagalegt að ekki sé hægt að rannsaka slíkt til hlítar hérlendis en bendir á að rannsóknardeild lögreglunnar sé að öðru leyti afar vel í stakk búin hvað tækjakost varðar. "Það er ekki um mörg tilfelli á ári hverju hingað til þar sem senda þarf lífssýni í rannsókn erlendis en auðvitað er talsverður kostnaður því samfara." Stutt er síðan sóttvarnarlæknir þurfti að senda vatnssýni utan vegna veirusýkingar sem upp kom í Húsafelli í Borgarfirði og dýralæknar senda reglulega sýni til Noregs til skoðunar. Nýr búnaður til rannsókna á kúa- eða kindariðu er ekki til hérlendis en sömu próf eru notuð við báðar sýkingar þó kindariða sé ekki hættuleg fólki. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir við tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, segir biðtímann hvað verstan í slíkum tilvikum. "Kostnaður er talsverður og við getum ekki ætlast til þess að þeir rannsóknaraðilar sem við leitum til gefi okkur forgang. Því getur liðið talsverður tími frá því að gögn eru send út og niðurstöður liggja fyrir." Fjórði aðilinn sem reglulega sendir gögn til úrvinnslu út fyrir landsteinana er Rannsóknarnefnd flugslysa. Þurfi að rannsaka flugrita flugvéla eftir slys eru þeir sendir til Bretlands með töluverðum kostnaði fyrir lítið embætti. Forstöðumaður hennar, Þormóður Þormóðsson, segir þau tæki sem til þarf of dýr til að það svari kostnaði. "Þess utan fleygir tækninni fram og sé fjárfest í þeim búnaði sem til þarf er eins líklegt að hann verði úreldur innan fárra ára."
Fréttir Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira