Hver er Gino Sydal? 12. júlí 2004 00:01 Rapparinn Gino Sydal er 24 ára, hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður, sem heitir réttu nafni Erik Griego. Hann fór að skrifa ljóð 10 ára. Hann verður á meðal þeirra sem tekur þátt í stærstu hipphoppveislu Íslandssögunnar í Egilshöll 11. ágúst. Þar koma fram 50 Cent, G-Unit, Quarashi, XXX Rottweilerhundar og fleiri. "Ég byrjaði að þróa ljóðasmíðar mínar út í rapp fljótlega eftir tíu ára aldurinn," segir Gino. "Ég byrjaði svo að taka þetta alvarlega þegar ég var um 16 ára." Sydal býr til lög með íslenskum og norskum tónlistarmönnum. Hann sökkti sér í íslensku hipphoppsenuna, sem er kannski ekkert svo ýkja erfitt miðað við smæð hennar. "Það eru nokkrir mjög góðir listamenn hérna. Ég hef samt ekki enn heyrt í neinum sem fær mig til þess að taka heljarstökk aftur á bak." Hann blótar því hversu erfitt er fyrir íslenska hipphoppsveitir að komast í útvarpið. "Vonandi get ég breytt því af því að ég er aðeins betri en hinir, held ég," segir hann. Tónleikahaldararnir sem sjá um 50 Cent tónleikana buðu Gino að hita upp. Það er mikill heiður í augum rapparans unga enda segist hann vera aðdáandi. "Ég var á leiðinni aftur til Los Angeles þegar mér bauðst þetta tækifæri. Ég varð að stökkva á þetta," segir Gino, sem fær um 35 mínútur á sviðinu í Egilshöll. Hann segir að það sé ekkert sem hann myndi ekki snerta á í textum sínum. "Allt frá ástarlögum til skuggahliða lífsins. Lífið hér á Íslandi og alls staðar þar sem ég hef verið. Ég rappa um allt sem hefur hent mig á lífsleiðinni." Þeir sem kannast ekkert við kauða og eru áhugasamir að heyra hvað hann hefur upp á að bjóða er bent á að fylgjast með PoppTívi og Skjá 1 á næstunni. Hann er með myndband í bígerð sem ætti að fara í spilun þar innan skamms. "Lagið heitir ShakeEm Down. Þetta er lag eftir DJ Nasty Cuts og ég er gestur. Hann spilar líka með mér á 50 Cent tónleikunum," segir Gino að lokum. Eftir tónleikana ætlar Gino að flytjast aftur til Los Angeles þar sem hann er að setja upp hljóðver. Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Rapparinn Gino Sydal er 24 ára, hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður, sem heitir réttu nafni Erik Griego. Hann fór að skrifa ljóð 10 ára. Hann verður á meðal þeirra sem tekur þátt í stærstu hipphoppveislu Íslandssögunnar í Egilshöll 11. ágúst. Þar koma fram 50 Cent, G-Unit, Quarashi, XXX Rottweilerhundar og fleiri. "Ég byrjaði að þróa ljóðasmíðar mínar út í rapp fljótlega eftir tíu ára aldurinn," segir Gino. "Ég byrjaði svo að taka þetta alvarlega þegar ég var um 16 ára." Sydal býr til lög með íslenskum og norskum tónlistarmönnum. Hann sökkti sér í íslensku hipphoppsenuna, sem er kannski ekkert svo ýkja erfitt miðað við smæð hennar. "Það eru nokkrir mjög góðir listamenn hérna. Ég hef samt ekki enn heyrt í neinum sem fær mig til þess að taka heljarstökk aftur á bak." Hann blótar því hversu erfitt er fyrir íslenska hipphoppsveitir að komast í útvarpið. "Vonandi get ég breytt því af því að ég er aðeins betri en hinir, held ég," segir hann. Tónleikahaldararnir sem sjá um 50 Cent tónleikana buðu Gino að hita upp. Það er mikill heiður í augum rapparans unga enda segist hann vera aðdáandi. "Ég var á leiðinni aftur til Los Angeles þegar mér bauðst þetta tækifæri. Ég varð að stökkva á þetta," segir Gino, sem fær um 35 mínútur á sviðinu í Egilshöll. Hann segir að það sé ekkert sem hann myndi ekki snerta á í textum sínum. "Allt frá ástarlögum til skuggahliða lífsins. Lífið hér á Íslandi og alls staðar þar sem ég hef verið. Ég rappa um allt sem hefur hent mig á lífsleiðinni." Þeir sem kannast ekkert við kauða og eru áhugasamir að heyra hvað hann hefur upp á að bjóða er bent á að fylgjast með PoppTívi og Skjá 1 á næstunni. Hann er með myndband í bígerð sem ætti að fara í spilun þar innan skamms. "Lagið heitir ShakeEm Down. Þetta er lag eftir DJ Nasty Cuts og ég er gestur. Hann spilar líka með mér á 50 Cent tónleikunum," segir Gino að lokum. Eftir tónleikana ætlar Gino að flytjast aftur til Los Angeles þar sem hann er að setja upp hljóðver.
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein