Hver er Gino Sydal? 12. júlí 2004 00:01 Rapparinn Gino Sydal er 24 ára, hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður, sem heitir réttu nafni Erik Griego. Hann fór að skrifa ljóð 10 ára. Hann verður á meðal þeirra sem tekur þátt í stærstu hipphoppveislu Íslandssögunnar í Egilshöll 11. ágúst. Þar koma fram 50 Cent, G-Unit, Quarashi, XXX Rottweilerhundar og fleiri. "Ég byrjaði að þróa ljóðasmíðar mínar út í rapp fljótlega eftir tíu ára aldurinn," segir Gino. "Ég byrjaði svo að taka þetta alvarlega þegar ég var um 16 ára." Sydal býr til lög með íslenskum og norskum tónlistarmönnum. Hann sökkti sér í íslensku hipphoppsenuna, sem er kannski ekkert svo ýkja erfitt miðað við smæð hennar. "Það eru nokkrir mjög góðir listamenn hérna. Ég hef samt ekki enn heyrt í neinum sem fær mig til þess að taka heljarstökk aftur á bak." Hann blótar því hversu erfitt er fyrir íslenska hipphoppsveitir að komast í útvarpið. "Vonandi get ég breytt því af því að ég er aðeins betri en hinir, held ég," segir hann. Tónleikahaldararnir sem sjá um 50 Cent tónleikana buðu Gino að hita upp. Það er mikill heiður í augum rapparans unga enda segist hann vera aðdáandi. "Ég var á leiðinni aftur til Los Angeles þegar mér bauðst þetta tækifæri. Ég varð að stökkva á þetta," segir Gino, sem fær um 35 mínútur á sviðinu í Egilshöll. Hann segir að það sé ekkert sem hann myndi ekki snerta á í textum sínum. "Allt frá ástarlögum til skuggahliða lífsins. Lífið hér á Íslandi og alls staðar þar sem ég hef verið. Ég rappa um allt sem hefur hent mig á lífsleiðinni." Þeir sem kannast ekkert við kauða og eru áhugasamir að heyra hvað hann hefur upp á að bjóða er bent á að fylgjast með PoppTívi og Skjá 1 á næstunni. Hann er með myndband í bígerð sem ætti að fara í spilun þar innan skamms. "Lagið heitir ShakeEm Down. Þetta er lag eftir DJ Nasty Cuts og ég er gestur. Hann spilar líka með mér á 50 Cent tónleikunum," segir Gino að lokum. Eftir tónleikana ætlar Gino að flytjast aftur til Los Angeles þar sem hann er að setja upp hljóðver. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Rapparinn Gino Sydal er 24 ára, hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður, sem heitir réttu nafni Erik Griego. Hann fór að skrifa ljóð 10 ára. Hann verður á meðal þeirra sem tekur þátt í stærstu hipphoppveislu Íslandssögunnar í Egilshöll 11. ágúst. Þar koma fram 50 Cent, G-Unit, Quarashi, XXX Rottweilerhundar og fleiri. "Ég byrjaði að þróa ljóðasmíðar mínar út í rapp fljótlega eftir tíu ára aldurinn," segir Gino. "Ég byrjaði svo að taka þetta alvarlega þegar ég var um 16 ára." Sydal býr til lög með íslenskum og norskum tónlistarmönnum. Hann sökkti sér í íslensku hipphoppsenuna, sem er kannski ekkert svo ýkja erfitt miðað við smæð hennar. "Það eru nokkrir mjög góðir listamenn hérna. Ég hef samt ekki enn heyrt í neinum sem fær mig til þess að taka heljarstökk aftur á bak." Hann blótar því hversu erfitt er fyrir íslenska hipphoppsveitir að komast í útvarpið. "Vonandi get ég breytt því af því að ég er aðeins betri en hinir, held ég," segir hann. Tónleikahaldararnir sem sjá um 50 Cent tónleikana buðu Gino að hita upp. Það er mikill heiður í augum rapparans unga enda segist hann vera aðdáandi. "Ég var á leiðinni aftur til Los Angeles þegar mér bauðst þetta tækifæri. Ég varð að stökkva á þetta," segir Gino, sem fær um 35 mínútur á sviðinu í Egilshöll. Hann segir að það sé ekkert sem hann myndi ekki snerta á í textum sínum. "Allt frá ástarlögum til skuggahliða lífsins. Lífið hér á Íslandi og alls staðar þar sem ég hef verið. Ég rappa um allt sem hefur hent mig á lífsleiðinni." Þeir sem kannast ekkert við kauða og eru áhugasamir að heyra hvað hann hefur upp á að bjóða er bent á að fylgjast með PoppTívi og Skjá 1 á næstunni. Hann er með myndband í bígerð sem ætti að fara í spilun þar innan skamms. "Lagið heitir ShakeEm Down. Þetta er lag eftir DJ Nasty Cuts og ég er gestur. Hann spilar líka með mér á 50 Cent tónleikunum," segir Gino að lokum. Eftir tónleikana ætlar Gino að flytjast aftur til Los Angeles þar sem hann er að setja upp hljóðver.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira