Erlent

Norac segist saklaus

Mirko Norac, fyrrverandi herforingi í króatíska hernum, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir alþjóðadómstólnum í Haag í Hollandi í dag. Hann er ákærður fyrir stríðsglæpi gegn Serbum frá því Króatar börðust fyrir sjálfstæði sínu frá Júgóslavneska sambandsríkinu árið 1993. Norac varð þjóðhetja í heimalandi sínu eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu en hann er m.a. sakaður um að hafa skipulagt voðaverk í Krajína-héraði í Króatíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×