Mánar endurtóku stríðsmótmælin 30. júní 2004 00:01 "Þetta var miklu skemmtilegra en okkur óraði fyrir," segir Björn Þórarinsson hljómsveitarmeðlimur Mána en hljómsveitin vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hún hitaði upp fyrir Deep Purple í Laugardalshöll. "Þarna var fullt af ungum krökkum sem vissu ekkert um okkur því tónlistin okkar hefur ekkert verið í spilun undanfarið og þegar við fundum að þau voru að fíla lögin og upplifðum fagnaðarlætin í salnum varð okkur verulega skemmt." Á sviðinu með Mánum var að finna næstu kynslóð tónlistarmanna innan um hljómsveitarmeðlimi. "Labbi stakk upp á því að við fengjum börnin okkar, sem hafa menntað sig í tónlist, með okkur í lið til að þétta bakraddavegginn og ryþmann í tónlistinni," segir Björn og á tónleikunum spilaði Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu, Björn S. Ólafsson á slagverk og djasssöngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söng með. "Þau slóu ekki feilnótu og það var sérstaklega gaman að upplifa endurkomuna með þeim. Unnur Birna spilaði til dæmis á fiðluna upphafsstefið í þjóðsöng þriggja þjóða í laginu Þriðja heimsstyrjöldin. Það voru kannski ekki allir sem föttuðu pælinguna en þetta voru lög þeirra þjóða sem studdu stríðið í Írak og þarna hljómaði bandaríski, breski og íslenski þjóðsöngurinn." Bassi segir gamla uppreisnarandann hafa komið upp í Mánum aftur. "Þegar við spiluðum lagið fyrir 30 árum vorum við að mótmæla Víetnamstríðinu og undir trommusurgi sem táknaði styrjöldina spiluðum við stubba úr þjóðsöngvum. Nú eftir þátttöku Íslendinga í stríðinu vorum við í rauninni að endurtaka áróðurinn og vorum með alvöru stríðshljóð, hljóð úr þyrlum og vélbyssum og þjóðsöngvana sem hljómuðu yfir." Mánar slógu í gegn í Laugardalshöll og aðdáendur bíða eftir því að fá að heyra í þeim aftur. "Krakkarnir okkar hafa verið að skoða blogg á netinu og þar er mikið verið að spyrja um hvenær næstu tónleikar Mána verða. Þetta kitlar okkur svolítið en ofan á allt saman þá fagnar hljómsveitin fjörutíu ára afmæli sínu á næsta ári. Við erum að velta fyrir okkur með hvaða hætti væri gaman að gera þetta og munum án efa koma saman aftur." tora@frettabladid.is Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
"Þetta var miklu skemmtilegra en okkur óraði fyrir," segir Björn Þórarinsson hljómsveitarmeðlimur Mána en hljómsveitin vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hún hitaði upp fyrir Deep Purple í Laugardalshöll. "Þarna var fullt af ungum krökkum sem vissu ekkert um okkur því tónlistin okkar hefur ekkert verið í spilun undanfarið og þegar við fundum að þau voru að fíla lögin og upplifðum fagnaðarlætin í salnum varð okkur verulega skemmt." Á sviðinu með Mánum var að finna næstu kynslóð tónlistarmanna innan um hljómsveitarmeðlimi. "Labbi stakk upp á því að við fengjum börnin okkar, sem hafa menntað sig í tónlist, með okkur í lið til að þétta bakraddavegginn og ryþmann í tónlistinni," segir Björn og á tónleikunum spilaði Unnur Birna Björnsdóttir á fiðlu, Björn S. Ólafsson á slagverk og djasssöngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söng með. "Þau slóu ekki feilnótu og það var sérstaklega gaman að upplifa endurkomuna með þeim. Unnur Birna spilaði til dæmis á fiðluna upphafsstefið í þjóðsöng þriggja þjóða í laginu Þriðja heimsstyrjöldin. Það voru kannski ekki allir sem föttuðu pælinguna en þetta voru lög þeirra þjóða sem studdu stríðið í Írak og þarna hljómaði bandaríski, breski og íslenski þjóðsöngurinn." Bassi segir gamla uppreisnarandann hafa komið upp í Mánum aftur. "Þegar við spiluðum lagið fyrir 30 árum vorum við að mótmæla Víetnamstríðinu og undir trommusurgi sem táknaði styrjöldina spiluðum við stubba úr þjóðsöngvum. Nú eftir þátttöku Íslendinga í stríðinu vorum við í rauninni að endurtaka áróðurinn og vorum með alvöru stríðshljóð, hljóð úr þyrlum og vélbyssum og þjóðsöngvana sem hljómuðu yfir." Mánar slógu í gegn í Laugardalshöll og aðdáendur bíða eftir því að fá að heyra í þeim aftur. "Krakkarnir okkar hafa verið að skoða blogg á netinu og þar er mikið verið að spyrja um hvenær næstu tónleikar Mána verða. Þetta kitlar okkur svolítið en ofan á allt saman þá fagnar hljómsveitin fjörutíu ára afmæli sínu á næsta ári. Við erum að velta fyrir okkur með hvaða hætti væri gaman að gera þetta og munum án efa koma saman aftur." tora@frettabladid.is
Menning Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira