Innlent

Hákon og Mette Marit á Nesjavöllum

Hákon krónprins Noregs og eiginkona hans, Mette Marit krónprinsessa, eru nú á Nesjavöllum en þau komu til landsins í opinbera heimsókn í gær. Í morgun skoðuðu þau handritin í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í leiðsögn Vésteins Ólasonar, forstöðumanns Árnastofnunar. Í hádeginu býður Siv Friðleifsdóttir, samstarfsráðherra Norðurlandanna, til hádegisverðar í Valhöll. Eftir hádegið verður meðal annars farið til Reykholts í Borgarfirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×