Sport

Larsson til Barcelona

Sænski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Glasgow Celtic, Henrik Larsson, er á leiðinni til spænska stórliðsins Barcelona. Að vonum var Larsson mjög svekktur eftir tapið gegn Hollendingum í átta liða úrslitum EM en sagði lítið þýða að velta sér lengi upp úr því, lífið héldi áfram: "Þetta var afar svekkjandi en nú verður maður bara að horfa til næsta verkefnis," sagði Larsson en hann er samningslaus þessa dagana en samkvæmt umboðsmanni hans, Rob Jansen, verður það ekki mikið lengur: "Henrik er á leiðinni til Barcelona, það er á hreinu," sagði Jansen og bætti við: "Barca er eina félagið sem Henrik vill spila með og það verður gengið frá málinu á allra næstu dögum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×