Lífið

James Jagger í leiklistina

James Jagger, sonur Rollingsins Mick Jagger og sýningarstúlkunnar Jerry Hall, ætlar að feta í fótspor foreldra sinna og öðlast frama í skemmtanaiðnaðinum. James, sem er 18 ára og býr með móður sinni og tveimur systkinum, hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla og hefur nám í september. "Bæði Mick og Jerry töluðu lengi við hann um hvort þetta væri rétt ákvörðun. Að lokum sáu þau hversu ákveðinn hann var í að verða leikari og hafa þau sýnt honum mikinn stuðning," sagði fjölskylduvinur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.