Lífið

40 þúsund kall á Metallica

Eftirspurnin eftir miðum á tónleika Metallica hefur haft það í för með sér að heyrst hefur af svartamarkaðsbraski með miða og er þá talað um að miðinn fari á um 40 þúsund krónur. Þetta kemur tónleikahöldurum nokkuð á óvart því ekki mátti kaupa nema fjóra miða í senn. Reyndar var mjög algengt að þeir sem voru í röðinni notuðu sinn kvóta en í raun þurfti það ekki að teljast óeðlilegt miðað við aðstæður. Ragnheiður Hanson tónleikahaldari segir jafnframt brögð af því að menn hafi fengist við að falsa miða. "Það er reyndar mjög gott eftirlit með því á staðnum og verður leiðinlegt ef þarf að vísa fólki frá. Og alger bömmer fyrir fólk sem hugsanlega kaupir falsaða miða á svartamarkaði." Nú hefur fengist leyfi fyrir sölu á 3 þúsund miðum til viðbótar á tónleikana. Lestu allt um þetta og fólk sem frestaði brúðkaupi sínu til að fara á tónleikana í DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.