Jafntefli í risaslag 15. júní 2004 00:01 Hollendingar og Þjóðverjar, sem hafa margan hildinn háð í gegnum tíðina, skildu jafnir, 1-1, í leik liðanna í D-riðli Evrópumótsins í Portúgal í gærkvöld. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað, taugaspennan var mikil og þegar leik var lokið gátu bæði lið verið sátt við stigið. Hollendingar byrjuðu leikinn mun betur, réðu ferðinni fyrstu mínúturnar og pressuðu Þjóðverja stíft án þess þó að ná að skapa sér marktækifæri að ráði. Þjóðverjar komust síðan betur inn í leikinn og náðu forystunni eftir hálftíma með marki frá Torsten Frings beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Eftir markið náðu Þjóðverjar yfirrráðum á vellinum og stjórnuðu leiknum. Það var ekki fyrr en Dick Advocaat, þjálfari Hollendinga, skipti framherjanum Pierre van Hooijdonk inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir sem Hollendingar vöknuðu til lífsins. Þeir byrjuðu að pressa Þjóðverja stift og uppskáru jöfnunarmark þegar tíu mínútur voru eftir. Andy van der Meyde vann boltann af miklu harðfylgi, sendi boltann á nærstöng þar sem Ruud van Nistelrooy var mættur og skoraði glæsilegt mark úr þröngu færi með þýska varnarmanninn Christian Wörns á bakinu, óverjandi fyrir afmælisbarnið Oliver Kahn, sem hélt upp á 35 ára afmæli sitt í gær. Það sem eftir lifði leiks pressuðu Hollendingar stíft án árangurs og þurftu bæði lið að sætta sig við skiptan hlut. Dietmar Hamann, miðjumaður Þjóðverja, var ósáttur í leikslok. "Við vorum komnir með hreðjatak á Hollendingum en síðan kom þetta jöfnunarmark eins og skrattinn úr sauðarleggnum - frábær afgreiðsla. Jafntefli voru sennilega sanngjörn úrslit en mér fannst við eiga skilið að vinna. Við vorum betri aðilinn og getum nagað okkur í handarbökin fyrir að klára ekki leikinn," sagði Hamann. Ruud van Nistelrooy, hetja Hollendinga, var hins vegar í sjöunda himni eftir leikinn. "Það hefði verið skelfilegt fyrir okkur að tapa leiknum en sem betur fer endaði þetta vel. Við vissum að Þjóðverjar yrðu erfiðir og sýndum karakter með því að berjast áfram og ná jafntefli," sagði van Nistelrooy. Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Hollendingar og Þjóðverjar, sem hafa margan hildinn háð í gegnum tíðina, skildu jafnir, 1-1, í leik liðanna í D-riðli Evrópumótsins í Portúgal í gærkvöld. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað, taugaspennan var mikil og þegar leik var lokið gátu bæði lið verið sátt við stigið. Hollendingar byrjuðu leikinn mun betur, réðu ferðinni fyrstu mínúturnar og pressuðu Þjóðverja stíft án þess þó að ná að skapa sér marktækifæri að ráði. Þjóðverjar komust síðan betur inn í leikinn og náðu forystunni eftir hálftíma með marki frá Torsten Frings beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Eftir markið náðu Þjóðverjar yfirrráðum á vellinum og stjórnuðu leiknum. Það var ekki fyrr en Dick Advocaat, þjálfari Hollendinga, skipti framherjanum Pierre van Hooijdonk inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir sem Hollendingar vöknuðu til lífsins. Þeir byrjuðu að pressa Þjóðverja stift og uppskáru jöfnunarmark þegar tíu mínútur voru eftir. Andy van der Meyde vann boltann af miklu harðfylgi, sendi boltann á nærstöng þar sem Ruud van Nistelrooy var mættur og skoraði glæsilegt mark úr þröngu færi með þýska varnarmanninn Christian Wörns á bakinu, óverjandi fyrir afmælisbarnið Oliver Kahn, sem hélt upp á 35 ára afmæli sitt í gær. Það sem eftir lifði leiks pressuðu Hollendingar stíft án árangurs og þurftu bæði lið að sætta sig við skiptan hlut. Dietmar Hamann, miðjumaður Þjóðverja, var ósáttur í leikslok. "Við vorum komnir með hreðjatak á Hollendingum en síðan kom þetta jöfnunarmark eins og skrattinn úr sauðarleggnum - frábær afgreiðsla. Jafntefli voru sennilega sanngjörn úrslit en mér fannst við eiga skilið að vinna. Við vorum betri aðilinn og getum nagað okkur í handarbökin fyrir að klára ekki leikinn," sagði Hamann. Ruud van Nistelrooy, hetja Hollendinga, var hins vegar í sjöunda himni eftir leikinn. "Það hefði verið skelfilegt fyrir okkur að tapa leiknum en sem betur fer endaði þetta vel. Við vissum að Þjóðverjar yrðu erfiðir og sýndum karakter með því að berjast áfram og ná jafntefli," sagði van Nistelrooy.
Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira