Sport

Del Piero í byrjar gegn Dönum

Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Ítala, ákvað að veðja á Alessandro Del Piero í byrjunarlið sitt gegn Dönum í Guimares í dag og bauð ekki upp á neinar óvæntar uppákomur þegar hann tilkynnti lið sitt. Trapattoni fer ótroðnar slóðir því þjálfarar liðanna hafa hingað til tilkynnt lið sín á leikdegi. „Þetta sýnir að ég veit hvað ég vil en er ekki hroki,“ sagði Trapattoni. Gianluigi Buffon verður í markinu, Christian Panucci, Alessandro Nesta, Fabio Cannavaro og Gianluca Zambrotta í vörninni, Cristiano Zanetti, Simone Perrotta og Mauro Camoranesi á miðjunni og Francesco Totti, Alessandro Del Piero og Christian Vieri leiða framlínu liðsins. Trapattoni sagðist sannfærður um að Del Piero gæti spilað á vinstri kantinum enda væri hann frábær leikmaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×