Sport

Jol er kominn til Spurs

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hafa ráðið Hollendinginn Martin Jol sem aðstoðarmann Frakkans Jacques Santini sem tekur við liðinu eftir að Evrópumótinu í Frakklandi lýkur í byrjun næsta mánaðar.Jol var við stjórnvölinn hjá hollenska liðinu RKC Waalwijk á síðustu leiktíð og hann var að vonum ánægður með nýja starfið.  „Ég gat ekki sagt nei við Tottenham og tel þetta vera skref í rétta átt fyrir mig. Jacques Santini er að mínu mati einn af bestu þjálfurum Evrópu og það verður frábært að vinna við hlið hans," sagði Jol. Santini var ekki síður ánægður með ráðningu Jols og sagði að allir þjálfarar sem ætluðu sér að ná árangri yrðu að hafa góða aðstoðarmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×