Sport

Enn skorar Atli Sveinn

KA-maðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er marksæknasti varnarmaður deildarinnar en hann skoraði sitt þriðja mark í sumar er hann tryggði KA-mönnum fyrsta stigið á heimavelli í sumar í 1–1 jafntefli KA og Grindavíkur á Akureyri í gær. Atli hefur skorað 3 af 4 mörkum norðanmanna í deildinni. Grétar Hjartarson kom Grindvíkingum yfir í upphafi leiks með enn einu marki sínu fyrir utan vítateig en þetta var þriðja mark hans af löngu færi í sumar og er hann nú markahæstur í deildinni með fjögur mörk. KA-menn voru manni fleiri á lokamínútunum eftir að Óðinn Árnason fékk að líta rauða spjaldið en tókst ekki að tryggja sér sigurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×