Erlent

Bandaríkjastjórn eyðir eiturefnum

Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að láta eyða öllum birgðum sínum af VX eiturgasinu. VX er baneitrað og var grunur um að Írakar ættu slík efni sem var ein af ástæðunum sem nefnd var til stuðnings innrás í Írak. Búist er við að það taki tvö og hálft ár að eyða þeim 1.269 tonnum sem framleidd voru á árunum 1961 til 1969. Þá fyrirskipaði Richard Nixon, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, að framleiðslu þeirra skyldi hætt. Herinn hefur aldrei notað efnin í hernaði en því var fyrir mistök sprautað á kindur með þeim afleiðingum að 6.000 þeirra drápust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×