Innlent

88 % sögðu já

Starfsmenn Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi sem skráðir eru í verkalýðsfélag staðarins samþykktu kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðuneytis í annarri tilraun á mánudag. Á kjörskrá voru 80 og greiddu 25 atkvæði eða 31%. Já sögðu 22 félagsmenn eða 88%. Nei sögðu tveir félagsmenn eða 8%. Einn seðill var auður eða ógildur. Aðeins tvö sjúkrahús á landinu felldu kjarasamninginn í fyrstu tilraun en það gerðist einnig á Siglufirði. Þar stendur kosning enn yfir vegna sumarleyfa starfsmanna, segir Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku. Úrslit verða ljós síðar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×