Innlent

Sextán ekki með bílbelti

Lögreglan á Akureyri hefur verið með átak í umferðareftirliti í og við bæinn síðustu daga. Fimmtán ökumenn og einn farþegi voru teknir fyrir að vera ekki með bílbelti á miðvikudag. Sex voru teknir fyrir hraðakstur norðan við Akureyri á milli klukkan sex og níu í fyrrakvöld. Þá eru enn einhverjir sem ekki hafa tekið nagladekkin undan bílum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×