Erlent

Hick fær ekki sanngjörn réttarhöld

Faðir David Hicks, Ástralans sem er í haldi Bandaríkjamanna á Guantanamo flóa á Kúbu vegna gruns um hryðjuverk, segir að sonur sinn muni ekki hljóta sanngjörn réttarhöld og verði fundinn sekur. Faðir Hick bregst þannig við ákæru Bandaríkjamanna þar sem sonur hans er grunaður um samsæri um stríðsglæpi, þar á meðal morð og að hafa hjálpað óvininum í stríðinu gegn hryðjuverkum. David Hicks er 28 ára og hefur snúist til íslmaskrar trúar. Bandaríkjamenn handtóku hann fyrir tveimur árum og sögðu hann hafa barist með herjum talibana í Afganistan. Hicks var formlega ákærður í gær fyrir að hafa gengið til liðs við Al Qaieda hryðjuverkasamtökin. Hann er sá þriðji sem er ákærður af tæplega sex hundruð föngum sem eru í fangelsi Bandaríkjamann á Kúbu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×