Viktor á leið í Fylki 30. nóvember 2004 00:01 Það var ljóst fljótlega eftir að Víkingur féll úr Landsbankadeildinni að Viktor Bjarki yrði ekki áfram í Fossvoginum. Hann gældi við að komast í atvinnumennsku á nýjan leik og var meðal annars orðaður við félag í Rússlandi. Eitthvað lítið hefur gerst í þeim málum og Viktor fékk nóg af biðinni og ákvað því að spila hér heima. "Ég nenni bara ekkert að bíða lengur. Ég vil fara að æfa á fullu og horfa fram á veginn," sagði Viktor Bjarki við Fréttablaðið í gær. Hann hefur náð samkomulagi um samning við Fylkismenn en Fylkir og Víkingur eru enn að semja sín á milli og því er ekki alveg orðið klárt að hann fari í Árbæinn. Ágúst Hafberg, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Víkings, staðfesti við Fréttablaðið í gær að samningaviðræður væru í fullum gangi við Fylki en vildi lítið láta uppi um hvernig þær gengju. Alls er óvíst hvort Viktor verður seldur eða lánaður til Fylkis en ef allt gengur að óskum klárast málið fyrir helgi. Viktor staðfesti í samtali við blaðið að ÍBV, Keflavík og Valur hefðu einnig borið víurnar í sig en af hverju ákvað hann að fara í Fylki? "Mig langaði helst að spila með félagi á höfuðborgarsvæðinu og því komu Valur og Fylkir helst til greina. Ég ákvað samt að velja Fylki því það er félag sem býður upp á toppaðstæður. Þeir hafa einnig spennandi þjálfara og hóp og því ákvað ég að slá til. Svo eru aðstæður líka skárri hjá Fylki en Val eins og staðan er í dag þótt hún verði eflaust glæsileg hjá Val eftir svona tvö ár," sagði Viktor Bjarki og bætti því við að einnig hefði skipt máli að Fylkismenn hefðu snemma sýnt sér mikinn áhuga. "Þeir hringdu í mig fljótlega eftir að tímabilinu lauk og ég hafði strax mikinn áhuga á að fara til þeirra. Svo tók við smábið áður en við tókum upp þráðinn á ný og ég er mjög spenntur fyrir því að spila fyrir félagið. Það er kominn tími á að Fylkir verði Íslandsmeistari og vonandi get ég hjálpað þeim að ná því markmiði," sagði Viktor Bjarki Arnarsson, tilvonandi leikmaður Fylkis. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sjá meira
Það var ljóst fljótlega eftir að Víkingur féll úr Landsbankadeildinni að Viktor Bjarki yrði ekki áfram í Fossvoginum. Hann gældi við að komast í atvinnumennsku á nýjan leik og var meðal annars orðaður við félag í Rússlandi. Eitthvað lítið hefur gerst í þeim málum og Viktor fékk nóg af biðinni og ákvað því að spila hér heima. "Ég nenni bara ekkert að bíða lengur. Ég vil fara að æfa á fullu og horfa fram á veginn," sagði Viktor Bjarki við Fréttablaðið í gær. Hann hefur náð samkomulagi um samning við Fylkismenn en Fylkir og Víkingur eru enn að semja sín á milli og því er ekki alveg orðið klárt að hann fari í Árbæinn. Ágúst Hafberg, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Víkings, staðfesti við Fréttablaðið í gær að samningaviðræður væru í fullum gangi við Fylki en vildi lítið láta uppi um hvernig þær gengju. Alls er óvíst hvort Viktor verður seldur eða lánaður til Fylkis en ef allt gengur að óskum klárast málið fyrir helgi. Viktor staðfesti í samtali við blaðið að ÍBV, Keflavík og Valur hefðu einnig borið víurnar í sig en af hverju ákvað hann að fara í Fylki? "Mig langaði helst að spila með félagi á höfuðborgarsvæðinu og því komu Valur og Fylkir helst til greina. Ég ákvað samt að velja Fylki því það er félag sem býður upp á toppaðstæður. Þeir hafa einnig spennandi þjálfara og hóp og því ákvað ég að slá til. Svo eru aðstæður líka skárri hjá Fylki en Val eins og staðan er í dag þótt hún verði eflaust glæsileg hjá Val eftir svona tvö ár," sagði Viktor Bjarki og bætti því við að einnig hefði skipt máli að Fylkismenn hefðu snemma sýnt sér mikinn áhuga. "Þeir hringdu í mig fljótlega eftir að tímabilinu lauk og ég hafði strax mikinn áhuga á að fara til þeirra. Svo tók við smábið áður en við tókum upp þráðinn á ný og ég er mjög spenntur fyrir því að spila fyrir félagið. Það er kominn tími á að Fylkir verði Íslandsmeistari og vonandi get ég hjálpað þeim að ná því markmiði," sagði Viktor Bjarki Arnarsson, tilvonandi leikmaður Fylkis.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sjá meira