Andlegur miski ráði refsingu 3. nóvember 2004 00:01 Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegningarlögunum vegna heimilisofbeldis og segir 217. og 218. grein almennra hegningarlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægjandi. Hann segir að kona sem kærir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilisins og búið hefur við langvarandi andlegt eða líkamlegt ofbeldi ætti að fá sálfræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðingurinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræðimatið yrði síðan haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisofbeldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. "Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp," segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttargæslumann, áfallahjálp og sálfræðihjálp, jafnvel langtímameðferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Íslandsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitthvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegningarlögunum vegna heimilisofbeldis og segir 217. og 218. grein almennra hegningarlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægjandi. Hann segir að kona sem kærir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilisins og búið hefur við langvarandi andlegt eða líkamlegt ofbeldi ætti að fá sálfræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðingurinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræðimatið yrði síðan haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisofbeldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. "Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp," segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttargæslumann, áfallahjálp og sálfræðihjálp, jafnvel langtímameðferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Íslandsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitthvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira