Sport

Jaap Stam vill United

Jaap Stam hjá AC Milan vill ólmur að lið dragist gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Stam var vinsæll hjá áhorfendum United-liðsins en þurfti frá að hverfa vegna deilna við Alex Ferguson, knattspyrnustjóra liðsins. "Þetta yrði frábær viðureign og þá fengi ég líka tækifæri til að kveðja stuðningsmennina almennilega. Ég á margar góðar minningar frá Old Trafford," sagði Stam. Dregið verður í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×