Erlent

Vilja einrækta mannsfóstur

Vísindamennirnir sem einræktuðu kindina Dolly, fyrsta einræktaða spendýrið, hafa sótt um leyfi til að einrækta mannsfóstur til að nýta stofnfrumur til rannsókna. Þetta á að gera í því skyni að reyna að finna lækningu við MND. Bannað er að einrækta manneskjur í Bretlandi, en hægt er að fá undanþágur til að rækta fóstur í lækningaskyni, það er með því að rækta þannig stofnfrumur sem nýst gætu við rannsóknir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×