Erlent

Olíuauður streymir í ríkissjóð

Norski fjármálaráðherrann, Per-Kristian Foss, hefur fulla ástæðu til að gleðjast þessa dagana, að sögn norska blaðsins Dagens Næringsliv. Blaðamenn þess hafa reiknað út að hækkun olíuverðs á heimsmörkuðum leiði til þess að tekjur ríkissjóðs í ár hækki um andvirði rúmra 500 milljarða íslenskra króna frá því sem spáð var. Stóran hluta af tekjuaukningunni fær ríkið í gegnum skatta og gjöld af olíufélögum. Þá fær ríkissjóður arðgreiðslur frá ríkisrekna olíufyrirtækinu Statoil sem dælir upp olíu í Norðursjó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×