Umfjöllun siðanefndar bönnuð 19. ágúst 2004 00:01 Vafi leikur á hvort siðanefnd Háskóla Íslands hefur nægilega stoð í lögum til að fjalla um ágreiningsmál að mati dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Nefndinni var í dag bannað að fjalla um kæru erfingja Halldórs Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini vegna útgáfu bókarinnar Halldórs, fyrsta bindis ævisögu skáldsins. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur skal sýslumaður leggja lögbann við að siðanefnd Háskóla Íslands fjalli um kæru á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor við skólann. Halldór, fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein, kom út fyrir síðustu jól. Bókin varð afar umdeild og var Hannes meðal annars sakaður um grófan ritstuld, að hafa gert orð skáldsins að sínum og látið vera að vitna í þá fræðimenn sem hann studdist við. Aðstandendur Nóbelsskáldsins kærðu Hannes til siðanefndarinnar en Hannes höfðaði mál gegn þeim fyrir dómstólum og vildi einnig fá úr því skorið hvort nefndin hefði rétt til að taka málið fyrir. Í úrskurðinum í dag er verulegur vafi talinn leika á því að nefndin hafi lagalega stoð til að fjalla um málið, og að í öllu falli sé ekki sanngjarnt að hún geri það áður en dómur fellur. Verði lögbanninu ekki hnekkt má nefndin sem sagt ekki fjalla um kæruna fyrr en niðurstaða hefur komið í dómsmálið, sem tekið verður fyrir í næsta mánuði. Hannes Hólmsteinn var ekki viðstaddur þegar Héraðsdómur kvað upp úrskurð sinn í morgun þar sem hann er staddur á ráðstefnu í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Jón Steinar Gunnlaugson, lögmaður Hannesar, segir Hannes tortryggja umhverfið í Háskóla Íslands. Hann sé auðvitað umdeildur maður, hann hafi tekið þátt í umræðum um þjóðfélagsmálin og kannski hoggið á báðar hendur að mati sumra. Jón Steinar segir að meðal þeirra sem hafi orðið fyrir brandi Hannesar séu starfsbræður hans við Háskólann og telur Hannes að hann eigi ekki að þurfa sæta því að fjallað sé um kæru á hendur honum í slíku andrúmslofti. Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Vafi leikur á hvort siðanefnd Háskóla Íslands hefur nægilega stoð í lögum til að fjalla um ágreiningsmál að mati dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Nefndinni var í dag bannað að fjalla um kæru erfingja Halldórs Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini vegna útgáfu bókarinnar Halldórs, fyrsta bindis ævisögu skáldsins. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur skal sýslumaður leggja lögbann við að siðanefnd Háskóla Íslands fjalli um kæru á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor við skólann. Halldór, fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein, kom út fyrir síðustu jól. Bókin varð afar umdeild og var Hannes meðal annars sakaður um grófan ritstuld, að hafa gert orð skáldsins að sínum og látið vera að vitna í þá fræðimenn sem hann studdist við. Aðstandendur Nóbelsskáldsins kærðu Hannes til siðanefndarinnar en Hannes höfðaði mál gegn þeim fyrir dómstólum og vildi einnig fá úr því skorið hvort nefndin hefði rétt til að taka málið fyrir. Í úrskurðinum í dag er verulegur vafi talinn leika á því að nefndin hafi lagalega stoð til að fjalla um málið, og að í öllu falli sé ekki sanngjarnt að hún geri það áður en dómur fellur. Verði lögbanninu ekki hnekkt má nefndin sem sagt ekki fjalla um kæruna fyrr en niðurstaða hefur komið í dómsmálið, sem tekið verður fyrir í næsta mánuði. Hannes Hólmsteinn var ekki viðstaddur þegar Héraðsdómur kvað upp úrskurð sinn í morgun þar sem hann er staddur á ráðstefnu í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Jón Steinar Gunnlaugson, lögmaður Hannesar, segir Hannes tortryggja umhverfið í Háskóla Íslands. Hann sé auðvitað umdeildur maður, hann hafi tekið þátt í umræðum um þjóðfélagsmálin og kannski hoggið á báðar hendur að mati sumra. Jón Steinar segir að meðal þeirra sem hafi orðið fyrir brandi Hannesar séu starfsbræður hans við Háskólann og telur Hannes að hann eigi ekki að þurfa sæta því að fjallað sé um kæru á hendur honum í slíku andrúmslofti.
Fréttir Innlent Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira