Erlent

Mótmæla veru Bandaríkjahers

93 framámenn í samfélagi múslima, sem eru andvígir veru Bandaríkjahers í Írak, hafa hvatt múslima um heim allan að styðja andspyrnu gegn herjum Bandaríkjanna og bráðabirgðastjórn Íraka sem tók við völdum í júní. Ákall barst frá skrifstofum Bræðralags egypskra múslima þar sem íslamskir framámenn frá 30 löndum, allt frá Þýskalandi til Indónesíu, segja að hreinsa þurfi land Islams af óþverra hernámsliði. Þar hvetja þeir Araba, múslima svo og trúarleiðtoga alls staðar til að andmæla hernámi og glæpum í Írak og Palestínu. Þar er einnig sagt að bráðabirgðastjórn Íraka sé undirlægja hernámsliðsins. Þá kalla þeir á lýðræðislegar kosningar í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×