Sport

Jafnt á Akranesi

Skagamenn og FH-ingar gerðu jafntefli, 2-2, á Akranesi í lokaleik sjöttu umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld. Ármann Smári Björnsson kom FH-ingum yfir á 13. mínútu eftir slæm mistök Reynis Leóssonar í vörn Skagamanna. Haraldur Ingólfsson jafnaði metin fjórum mínútum síðar með þrumskoti úr teig. Danski varnarmaðurinn Tommy Nielsen kom FH-ingum aftur yfir á 57. mínútu en fyrirliði Skagamanna, Gunnlaugur Jónsson jafnaði metin á 68. mínútu. Jafntefli staðreynd og sanngjörn úrslit þrátt fyrir að Skagamenn hefðu verið meira með boltann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×