Sport

Báðir féllu úr keppni

Björgvin Björgvinsson, skíðamanni frá Dalvík, gekk illa á skíðamóti sem fram fór í Levi í Finnlandi í gær en mótið var liður í Evrópumótaröðinni í alpagreinum. Björgvin, sem gekk afar vel á síðasta móti, náði sér aldrei á strik. Varð hann 60. eftir fyrri umferð en datt í seinni umferðinni og var því úr leik. Annar íslenskur skíðamaður, Kristján Uni Sigurðsson, tók einnig þátt í mótinu. Varð hann í 44. sæti eftir fyrstu umferð en féll út í þeirri seinni eins og Björgvin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×