Sport

Beckham fær raksápusamning

David Beckham þarf ekki að kvarta undan því að þurfa að raka sig næstu árin því stórfyrirtækið Gillette gerði samning við piltinn til næstu fimm ára og fær hann 61 milljón Bandaríkjadali í sinn hlut eða um 4,3 milljarða íslenskra króna. Með samningnum mun knattspyrnumaðurinn vinsæli slá Tiger Woods við í tekjum. Má búast við að Beckham verði seint uppskroppa með raksápu og sköfur meðan á samningnum stendur. Nýja slagorð Gillette er "Shave it like Beckham", sem er einhvers konar tilvísun í myndina "Bend it like Beckham". Þetta er enn ein rósin í hnappagat leikmannsins því hann er einnig með auglýsingasamninga við Adidas, Pepsi, Vodafone og Mark & Spencer. Kallinn er því ekki á flæðiskeri staddur þegar peningar eru annars vegar en á þó í einhverjum vandræðum í einkalífinu því kona hans, Victoria Beckham, hefur fengið sig fullsadda af fásinnunni sem einkennir líf piltsins og sótt um skilnað frá honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×