Hver er Gino Sydal? 12. júlí 2004 00:01 Rapparinn Gino Sydal er 24 ára, hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður, sem heitir réttu nafni Erik Griego. Hann fór að skrifa ljóð 10 ára. Hann verður á meðal þeirra sem tekur þátt í stærstu hipphoppveislu Íslandssögunnar í Egilshöll 11. ágúst. Þar koma fram 50 Cent, G-Unit, Quarashi, XXX Rottweilerhundar og fleiri. "Ég byrjaði að þróa ljóðasmíðar mínar út í rapp fljótlega eftir tíu ára aldurinn," segir Gino. "Ég byrjaði svo að taka þetta alvarlega þegar ég var um 16 ára." Sydal býr til lög með íslenskum og norskum tónlistarmönnum. Hann sökkti sér í íslensku hipphoppsenuna, sem er kannski ekkert svo ýkja erfitt miðað við smæð hennar. "Það eru nokkrir mjög góðir listamenn hérna. Ég hef samt ekki enn heyrt í neinum sem fær mig til þess að taka heljarstökk aftur á bak." Hann blótar því hversu erfitt er fyrir íslenska hipphoppsveitir að komast í útvarpið. "Vonandi get ég breytt því af því að ég er aðeins betri en hinir, held ég," segir hann. Tónleikahaldararnir sem sjá um 50 Cent tónleikana buðu Gino að hita upp. Það er mikill heiður í augum rapparans unga enda segist hann vera aðdáandi. "Ég var á leiðinni aftur til Los Angeles þegar mér bauðst þetta tækifæri. Ég varð að stökkva á þetta," segir Gino, sem fær um 35 mínútur á sviðinu í Egilshöll. Hann segir að það sé ekkert sem hann myndi ekki snerta á í textum sínum. "Allt frá ástarlögum til skuggahliða lífsins. Lífið hér á Íslandi og alls staðar þar sem ég hef verið. Ég rappa um allt sem hefur hent mig á lífsleiðinni." Þeir sem kannast ekkert við kauða og eru áhugasamir að heyra hvað hann hefur upp á að bjóða er bent á að fylgjast með PoppTívi og Skjá 1 á næstunni. Hann er með myndband í bígerð sem ætti að fara í spilun þar innan skamms. "Lagið heitir ShakeEm Down. Þetta er lag eftir DJ Nasty Cuts og ég er gestur. Hann spilar líka með mér á 50 Cent tónleikunum," segir Gino að lokum. Eftir tónleikana ætlar Gino að flytjast aftur til Los Angeles þar sem hann er að setja upp hljóðver. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Rapparinn Gino Sydal er 24 ára, hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður, sem heitir réttu nafni Erik Griego. Hann fór að skrifa ljóð 10 ára. Hann verður á meðal þeirra sem tekur þátt í stærstu hipphoppveislu Íslandssögunnar í Egilshöll 11. ágúst. Þar koma fram 50 Cent, G-Unit, Quarashi, XXX Rottweilerhundar og fleiri. "Ég byrjaði að þróa ljóðasmíðar mínar út í rapp fljótlega eftir tíu ára aldurinn," segir Gino. "Ég byrjaði svo að taka þetta alvarlega þegar ég var um 16 ára." Sydal býr til lög með íslenskum og norskum tónlistarmönnum. Hann sökkti sér í íslensku hipphoppsenuna, sem er kannski ekkert svo ýkja erfitt miðað við smæð hennar. "Það eru nokkrir mjög góðir listamenn hérna. Ég hef samt ekki enn heyrt í neinum sem fær mig til þess að taka heljarstökk aftur á bak." Hann blótar því hversu erfitt er fyrir íslenska hipphoppsveitir að komast í útvarpið. "Vonandi get ég breytt því af því að ég er aðeins betri en hinir, held ég," segir hann. Tónleikahaldararnir sem sjá um 50 Cent tónleikana buðu Gino að hita upp. Það er mikill heiður í augum rapparans unga enda segist hann vera aðdáandi. "Ég var á leiðinni aftur til Los Angeles þegar mér bauðst þetta tækifæri. Ég varð að stökkva á þetta," segir Gino, sem fær um 35 mínútur á sviðinu í Egilshöll. Hann segir að það sé ekkert sem hann myndi ekki snerta á í textum sínum. "Allt frá ástarlögum til skuggahliða lífsins. Lífið hér á Íslandi og alls staðar þar sem ég hef verið. Ég rappa um allt sem hefur hent mig á lífsleiðinni." Þeir sem kannast ekkert við kauða og eru áhugasamir að heyra hvað hann hefur upp á að bjóða er bent á að fylgjast með PoppTívi og Skjá 1 á næstunni. Hann er með myndband í bígerð sem ætti að fara í spilun þar innan skamms. "Lagið heitir ShakeEm Down. Þetta er lag eftir DJ Nasty Cuts og ég er gestur. Hann spilar líka með mér á 50 Cent tónleikunum," segir Gino að lokum. Eftir tónleikana ætlar Gino að flytjast aftur til Los Angeles þar sem hann er að setja upp hljóðver.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira