Sport

Eriksson segir að Owen muni vakna

Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, segist sannfærður um að Micheal Owen muni ná að rífa sig upp úr þeim öldudal sem hann hefur verið í það sem af er Evrópumótinu. Owen hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir slaka frammistöðu það sem af er, og hefur algjörlega setið í skugganum af félaga sínum í framlínu enska liðsins, Wayne Rooney. En Eriksson segist engu kvíða og að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Owen vakni til lífsins. "Þetta er fótbolti - ekki einhver tölvuleikur. Honum vantar að skora mark og þá fær hann sjálfstraustið. Og ég hef engar áhyggjur af því að hann muni ekki skora mark," segir Eriksson. "Það eru alltaf einhverjir sem byrja hægt. Þannig er það einfaldlega á stórmótum," segir Eriksson. Hann segir fyrirgjöf Owen á Rooney í fyrsta marki enska liðsins gegn Sviss sanna það að þeir séu að mynda hættulegt sóknarpar. "Mér fannst sending Owen frábær og Rooney vissi nákvæmlega hvert sendingin myndi koma," sagði sænski þjálfarinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×