Sport

Brunmót í hjólreiðum

Það verður líf og fjör í hlíðum Úlfarsfells í dag klukkan 14. Þá verður haldið brunmót, svokallað downhill, í hjólreiðum, þar sem vaskir keppendur bruna niður fjallshlíðina og er keppnin á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Skráning keppenda og skoðun öryggisbúnaðar er kl. 13-13.30 en keppnisgjald er krónur 1.500. Keppt verður í flokki sextán ára og eldri en þeir keppendur sem eru yngri en átján ára verða að skila inn skriflegu leyfi foreldra eða forráðamanna. Hér er á ferðinni mjög skemmtileg og hröð keppni og eru áhugasamir hvattir til að flykkjast á Úlfarsfellið í dag. Margt og mikið er á döfinni hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur á næstunni og áhugasömum er bent á vefslóðina hfr.vortex.is, þar sem finna má nánari upplýsingar um félagið og keppnina í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×