Sport

Olsen hrósar Grönkjær

Morten Olsen, þjálfari Dana, hrósaði karakter Jespers Grönkjær eftir leikinn gegn Búlgörum í dag en Grönkjær missti móður sína í síðsutu viku og er nýkominn til Portúgals. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði seinna mark Dana í leiknum. "Hann hafði ekki kraft til að spila allan leikinn og kom of snemma inn á," sagði Olsen en hann þurfti að skipta Grönkjær inn á strax á 23. mínútu eftir að Dennis Rommedahl meiddist. "Hann sýndi mikinn karakter og frammistaða hans talar fyrir hann sjálfan og liðið," sagði Olsen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×