Sport

Ein breyting hjá Dönum

Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur gert eina breytingu á byrjunarliði sínu frá því í leiknum gegn Ítölum á mánudaginn fyrir leikinn gegn Búlgörum í dag. Miðjumaðurinn Thomas Gravesen kemur inn fyrir Christian Poulsen, fórnarlamb slummunar frægu frá Francesco Totti. Búlgarar gerðu einnig eina breytingu á liði sínu sem tapaði 5-0 fyrir Svíum, varnarmaðurinn Pedrag Pazin er meiddur og kemur Ilian Stoyanov inn fyrir hann. Byrjunarlið Dana: 1-Thomas Sorensen; 6-Thomas Helveg, 4-Martin Laursen, 3-Rene Henriksen, 5-Niclas Jensen; 7-Thomas Gravesen, 9-Jon Dahl Tomasson, 15-Daniel Jensen; 10-Martin Joergensen, 11-Ebbe Sand, 19-Dennis Rommedahl. Byrjnuarlið Búlgara: 1-Zdravko Zdravkov; 2-Vladimir Ivanov, 3-Rosen Kirilov, 22-Ilian Stoyanov, 4-Ivailo Petkov; 13-Georgi Peev, 19-Stilian Petrov, 15-Marian Hristov, 17-Martin Petrov, 21-Zoran Jankovic; 9-Dimitar Berbatov.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×