Ríkisstyrkir til listamanna 18. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson skiptast á skoðunum um réttmæti ríkisstyrkja til listamanna Katrín Jakobsdóttir Ríkisstyrkir til listamanna eru ekki aðeins réttlætanlegir heldur bráðnauðsynlegir. List og menning eru ómissandi í lífi okkar allra enda hefur menning verið skilgreind sem hluti mennskunnar. Við búum sem betur fer í samfélagi sem hefur viljað hlúa að menningu og listum, t.d. með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum. Um þetta hefur ríkt sátt í samfélaginu enda búum við við einkar blómlegt menningarlíf. Hér kemur út ótrúlegur fjöldi bóka á hverju ári, þökk sé Launasjóði rithöfunda, Menningarsjóði og öðrum opinberum styrkjum. Hér er blómlegt tónlistarlíf, framúrskarandi sinfóníuhljónsveit og mikill fjöldi tónlistarhópa. Leiklistarlíf er með miklum blóma, tvö stór atvinnuleikhús og flestir af sjálfstæðu leikhópunum njóta opinbers stuðnings. Við almenningur í landinu getum notið einhvers hluta þessa menningarlífs; keypt okkur bók, farið í bíó að sjá íslenska mynd eða á tónleika. Menningin á ekki að vera á uppsprengdu verði heldur á hún að vera fyrir alla. Og listamenn eiga að hafa frelsi til að skapa, rétt eins og við höfum frelsi til að velja hvaða menningar við njótum. Með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum tryggjum við fjölbreytt og blómlegt menningarlíf sem listamenn og almenningur geta notið, óháð efnahag.Friðbjörn Orri Ketilsson Listir eru fyrir listunnendur, neytendur listarinnar. Í núverandi kerfi ríkisstyrkja til listamanna eru allir landsmenn skattlagðir til þess að greiða ákveðnum listamönnum laun. Það hlýtur að vera augljóslega óréttlætanlegt að innheimta skatta með hótun um viðurlög til þess að sumir listamenn geti stundað listir sínar þar sem slík skattheimta dregur á sama tíma úr möguleikum annarra listamanna til að leggja rækt við list sína. Eðlilegast er að neytendur ákveði sjálfir hvað sé list og hvað ekki með viðskiptum sínum. Þannig fá listamenn skýr skilaboð á degi hverjum um hvað neytendur vilja og hvað ekki. Val ríkisnefnda er gjarnan háð smekk 4-5 nefndarmanna. Hvað neytendur vilja er jafn breytilegt og þeir eru margir. Með frjálsu vali fólks er öllum gefið tækifæri á að fá þörfum sínum fullnægt og listamönnum gefið tækifæri á að ná vinsældum. Engum er gert hærra undir höfði en öðrum. Neytendur velja daglega og því skapast tækifæri listamanna daglega. Vænlegast er því að leyfa hverjum og einum að velja í stað þess að þvinga alla til þátttöku í kostnaði við val nefndar á vegum ríkisins. Með niðurfellingu ríkisstyrkja til menningarmála er hægt að lækka skatta. Með þeim hætti aukast ráðstöfunartekjur allra og neytendur hafa auknar tekjur til að verja til menningarmála ef þeir svo kjósa. Listamenn hafa sjálfir auknar ráðstöfunartekjur og geta því ræktað list sína betur. Frjálst val fólks er betur til þess fallið að skila réttri niðurstöðu, um hvað sé list og hvað ekki, en val nefnda á vegum ríkisins. Það er fólkið sem borgar, því ætti fólkið að velja. Frelsið er lausnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson skiptast á skoðunum um réttmæti ríkisstyrkja til listamanna Katrín Jakobsdóttir Ríkisstyrkir til listamanna eru ekki aðeins réttlætanlegir heldur bráðnauðsynlegir. List og menning eru ómissandi í lífi okkar allra enda hefur menning verið skilgreind sem hluti mennskunnar. Við búum sem betur fer í samfélagi sem hefur viljað hlúa að menningu og listum, t.d. með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum. Um þetta hefur ríkt sátt í samfélaginu enda búum við við einkar blómlegt menningarlíf. Hér kemur út ótrúlegur fjöldi bóka á hverju ári, þökk sé Launasjóði rithöfunda, Menningarsjóði og öðrum opinberum styrkjum. Hér er blómlegt tónlistarlíf, framúrskarandi sinfóníuhljónsveit og mikill fjöldi tónlistarhópa. Leiklistarlíf er með miklum blóma, tvö stór atvinnuleikhús og flestir af sjálfstæðu leikhópunum njóta opinbers stuðnings. Við almenningur í landinu getum notið einhvers hluta þessa menningarlífs; keypt okkur bók, farið í bíó að sjá íslenska mynd eða á tónleika. Menningin á ekki að vera á uppsprengdu verði heldur á hún að vera fyrir alla. Og listamenn eiga að hafa frelsi til að skapa, rétt eins og við höfum frelsi til að velja hvaða menningar við njótum. Með því að styrkja listamenn úr sameiginlegum sjóðum tryggjum við fjölbreytt og blómlegt menningarlíf sem listamenn og almenningur geta notið, óháð efnahag.Friðbjörn Orri Ketilsson Listir eru fyrir listunnendur, neytendur listarinnar. Í núverandi kerfi ríkisstyrkja til listamanna eru allir landsmenn skattlagðir til þess að greiða ákveðnum listamönnum laun. Það hlýtur að vera augljóslega óréttlætanlegt að innheimta skatta með hótun um viðurlög til þess að sumir listamenn geti stundað listir sínar þar sem slík skattheimta dregur á sama tíma úr möguleikum annarra listamanna til að leggja rækt við list sína. Eðlilegast er að neytendur ákveði sjálfir hvað sé list og hvað ekki með viðskiptum sínum. Þannig fá listamenn skýr skilaboð á degi hverjum um hvað neytendur vilja og hvað ekki. Val ríkisnefnda er gjarnan háð smekk 4-5 nefndarmanna. Hvað neytendur vilja er jafn breytilegt og þeir eru margir. Með frjálsu vali fólks er öllum gefið tækifæri á að fá þörfum sínum fullnægt og listamönnum gefið tækifæri á að ná vinsældum. Engum er gert hærra undir höfði en öðrum. Neytendur velja daglega og því skapast tækifæri listamanna daglega. Vænlegast er því að leyfa hverjum og einum að velja í stað þess að þvinga alla til þátttöku í kostnaði við val nefndar á vegum ríkisins. Með niðurfellingu ríkisstyrkja til menningarmála er hægt að lækka skatta. Með þeim hætti aukast ráðstöfunartekjur allra og neytendur hafa auknar tekjur til að verja til menningarmála ef þeir svo kjósa. Listamenn hafa sjálfir auknar ráðstöfunartekjur og geta því ræktað list sína betur. Frjálst val fólks er betur til þess fallið að skila réttri niðurstöðu, um hvað sé list og hvað ekki, en val nefnda á vegum ríkisins. Það er fólkið sem borgar, því ætti fólkið að velja. Frelsið er lausnin.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun