Sport

Viktor lánaður til Fylkis

Eins og við greindum frá í síðustu viku þá er unglingalandsliðsmaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson á leið til Fylkis. Hann vildi ekki leika með Víkingum í 1. deildinni næsta sumar og sagðist vilja spila með liði í Landsbankadeildinni sem væri í Reykjavík. Fylkir var hans fyrsti kostur og hann fékk ósk sína uppfyllta þegar Fylkir og Víkingur náðu samkomulagi um eins árs lánssamning á föstudag. Fylkismenn vildu upphaflega kaupa Viktor en fengu það ekki í gegn. Víkingar ætla að stoppa stutt í 1. deildinni og fari þeir beint upp aftur fá þeir Viktor á ný til liðs við sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×