Sport

Jones íhugar að kæra

Frjálsíþróttadrottningin Marion Jones íhugar það alvarlega þessa dagana að kæra Victor Conte fyrir meiðyrði en Conte þessi heldur því fram að hann hafi séð Jones sprauta sig með ólöglegum lyfjum fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Conte er starfsmaður Balco fyrirtækisins sem er í miðdepli rannsóknarinnar um lyfjahneykslið í Bandaríkjunum þar sem komið hefur verið upp um fjölda íþróttamanna sem notuðu ólögleg lyf sem Balco hannaði fyrir þá. "Þessar ásakanir um mig eru ekki sannar og ég hef nú þegar látið lögfræðinga mína kanna grundvöll þess að kæra Conte fyrir meiðyrði," sagði í yfirlýsingu frá Jones. Ekki eru allir sem trúa ásökunum Contes en 42 kærur hanga yfir höfði hans og telja margir að hann sé að reyna að bjarga eigin skinni með því að benda á Jones



Fleiri fréttir

Sjá meira


×