Sport

Kappakstur á Stade de France

Klukkan hálffjögur í dag verður sýnt beint á Sýn frá kappakstri sem fram fer á Stade de France fótboltavellinum í París. Þarna keppa margir af bestu ökumönnum heims, bæði rallíkappar, formúlumenn og einnig keppendur úr öðrum greinum akstursíþrótta. Þetta er bæði einstaklingskeppni og liðakeppni sem núna fer fram í sautjánda sinn. Útsendingin stendur frá hálffjögur til átta í kvöld en þá verður leikur Barcelona og Malaga úr spænska fótboltanum sýndur á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×