Sport

Þurfti Garnett til

Það þurfti Kevin nokkurn Garnett, stjörnuleikmann Minnesota Timberwolves, til að stöðva níu leikja sigurgöngu Phoenix Suns í bandarísku NBA deildinni en liðin mættust á föstudagskvöldið. Skoraði Garnett að venju í algjörum sérflokki með 23 stig, 19 fráköst, átta stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Eini alvarlegi keppinautur hans hjá Suns var Shawn Marion sem nældi sér í 21 stig og tók 18 fráköst en það dugði skammt því Minnesota hafði sigur 97-93. Eftir sigurinn er Minnesota í öðru sæti Norðvesturriðils en Phoenix er áfram í efsta sæti Kyrrahafsriðils.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×