Innlent

Varðskýli lögreglu ófullnægjandi

Vinnueftirlitið hefur lokað varðskýli lögreglumanna við Grænás á Keflavíkurflugvelli þar sem það uppfyllir ekki sett skilyrði. Sýslumaður segir að ráðist verði í úrbætur.  Varðskýlið var innsiglað í gær og tilkynning sett upp um að öll atvinnustarfsemi væri bönnuð í skýlinu samkvæmt íslenskum lögum. Skýlið þykir úr sér gengið, enda hafði það verið tekið úr notkun, en taka þurfti það aftur í notkun vegna breytinga. Jóhann R. Benediktssson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að það sé vegna þess að fyrirhugaðar úrbætur hafi dregist. Það sé nú í bráðabirgðaástandi því verið sé að gera upp aðalhliðið inn á völlinn. „Þetta er heldur óheppilegt en við leysum það nú fljótt,“ segir Jóhann.  Sýslumaður segir að aðgerðir Vinnueftirlitsins komi ekki alfarið á óvart. Hann segir verkefni hafa farið vaxandi hjá embættinu og því fylgi ákveðnir vaxtarverkir. Hann býst ekki við að sínir menn þurfi að sinna hliðarvörslu utandyra yfir jólin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×