Innlent

Hafnfirðingum fjölgar mest

Búist er við fjögurra prósenta fjölgun íbúa í Hafnarfirði á þessu ári og því næsta. Þetta kemur fram í langtímaáætlun bæjarins fyrir árin 2006 til 2008 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Gert er ráð fyrir enn frekari fjölgun árið 2006, um 4,5 prósent, fjögur prósent árið 2007 og þriggja prósenta fjölgun ári síðar. Miðað við þetta er búist við að íbúafjöldinn verði 25.600 í lok árs 2008. Hafnfirðingar voru 21.942 í byrjun þessa mánaðar og hefur fjölgað um 735 frá því á sama tíma í fyrra. Það er mesta mannfjölgun í sveitarfélögum á landinu á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×